Hvað gerir þú þegar þínar blæðingar byrja? Grípur þú túrtappa eða dömubindi?
Flestum ef ekki öllum konum leiðist þessi tími mánaðarins, tilfinningin að vera á túr veldur óþægindum og getur stofnað heilsu okkar í hættu. Vissir þú það?
Og svo í ofanálag þá eru það krampar og verkir og fyrirtíðarspennan. Sumar konur fá mikinn höfuðverk og jafn mígreni.
Uppgötvaðu af hverju þú ættir að taka þínar blæðingarnar í þínar hendur og hvers vegna þú ert að setja sjálfa þig í hættu í hverjum mánuði. Svo ég tali nú ekki um umhverfið og sú mengun sem verður af því að henda dömubindum og túrtöppum í ruslið.
Í fyrstalagi og það sem skiptir mestu máli, er hvort þú hafir einhverntímann hugsað út í hversu mikið af hreinlætisvörum þú munt nota yfir þinn líftíma.
Þú gætir verið að nota um 17.000 eða fleiri túrtappa og dömubindi. Og hugsaðu um þetta….þessi líkamshluti er sá sem er mest viðkvæmastur og einnig sá rakasti.
Þessar vörur eru ávallt mjög nálægt þinni allar heilögustu og sú áhrif sem að eiturefnin í þeim geta haft á hana og einnig á þína heilsu er eitthvað sem konur verða að hugsa um.
Af þessari ástæðu þá viljum við að þú vitir sannleikann um það hvers vegna þú kona góð þarft að koma blæðingum aftur í fyrrahorf og þú verður að spá vel í því hverskonar vörur þú ert að nota.
Í þessu sambandi eru venjulegir túrtappar að fá falleinkunn. Þrátt fyrir fallegar auglýsingar af brosandi konum í fallhlífastökki og á hestbaki að þá eru venjulegir túrtappar EITRAÐIR.
Þegar þú hugsar um túrpappa, úr hverju heldur þú að hann sé búinn til? Sennilega hreinum bómull. Því þannig eru þeir markaðsettir fyrir konur.
Því miður er þetta ekki málið. Og það á eftir að koma þér virkilega á óvart úr hverju túrtappar eru búnir til og það eru þessi hættulegu efni sem svo dragast inn í líkama okkar.
Mjög oft er ekki einu sinni náttúrulegur bómull í þeim (jafnvel þó það standi utan á pakkanum).
Í staðinn er settur bómull sem er að mestu leiti gerfi og þessi fölsku efni eru EKKERT lík bómull og eru hættuleg heilsunni því að trefjar úr þessum töppum geta orðið eftir í líkama okkar.
Í stórri smugu sem er í þessum tveggja billjón dollara markaði er selur hreinlætisvörur fyrir konur þá hafa framleiðendur túrtappa og dömubinda nýtt sér hana til fulls, þ,e smuguna. Þeir taka ekki fram hvaða efni eru í raunveruleikanum í þessum vörum því eins einkennilegt og það hljómar að þá eru túrtappar og dömubindi flokkuð með læknabúnaði.
Og í ofanálag að þá er Bandaríska Food and Drug Administration ekki með neinar sérstakar reglur eða leiðbeiningar um þau efni sem ætti að nota í hreinlætisvörur fyrir konur.
Og vegna þessa, þá hafa framleiðslufyrirtækin frjálsar hendur til að setja hvað sem er í sínar vörur eins og túrtappa og eru ekki að hugsa um heilsu kvenna heldur um gróða fyrirtækisins.
En hvað er verið að tala um? Jú, sum af þeim efnum sem notuð eru í venjulega túrtappa og dömubindi.
Frauðplast, notað til að hylja og klæða dömubindi.
Rayon, efni gert úr trefjum sem hafa legið í klórblöndu.
Viscose, efni sem framleitt með það í huga að hafa sömu snertitilfinningu og bómull.
Dioxin, er næstum eins og klór og er afar hættulegt heilsunni skv. U.S Environmental Protection Agency.
Infinicel, vörumerkt efni sem er afar rakadrægt og hannað til að geta haldið allt að tíu sinnum eigin þyngd (innihald í þessu efni er leyndarmál) þannig að þau geta verið hvað sem er.
Phthalates, er eitur sem gefur túrtöppunum þennan fallega gljáa.
Lyktareyðir og gervi ilmefni, hrúga af efnum eins og gervi litum, polyester, lími og fleiru er hrúgað á dömubindi.
Latex, er sett ofan á dömubindi til að halda þeim saman, þetta efni getur orskað mikið ofnæmi.
Erfðarbreytt efni, talið er að um 94% af bómull sem er seldur í bandaríkjunum sé erfðarbreyttur.
Venjulegur bómull, efni sem er þriðja mest eitraða efni í Bandaríkjunum. Á akrana eru um níu eiturefnum dreift reglulega til að halda frá skordýrum og fleiru.
Og núna eftir þennan lestur og þú ferð að hugsa : Og er ég virkilega að setja þetta næst minni allar heilögustu í hverjum mánuði, fullt af eiturefnum og hættulegt heilsunni.
Að nota túrtappa er hættulegt heilsunni og má nefna eftirfarandi einkenni:
Það er komið að því að við konur stöndum saman og látum í okkur heyra. Við eigum betra skilið en þetta. Bæði heilsunnar vegna og dætra okkar vegna.
Heimild: foodmatters.tv