Ertu í atvinnuleit eða á tímamótum og leitar þú nýrra tækifæra? Vantar þig hugmyndir, hvatningu og ráð til að ná árangri við breyttar aðstæður?
Markmið Nýttu kraftinn er að hjálpa fólki í atvinnuleit að standa betur að vígi í samkeppni á vinnumarkaði og þeim sem þurfa að finna tíma sínum og kröftum nýjan farveg . Fæstir ganga nú að nýju starfi sem vísu heldur þarf að beita markvissum aðferðum til að koma sér á framfæri . Gildir einu hvort einstaklingar eru atvinnulausir þá stundina, eru í starfi og vilja breyta til eða láta drauma sína rætast. Sama má segja um þá sem ætla aftur inn á vinnumarkað að námi loknu, eftir veikindi eða flutning til landsins.
Í bókinni er bent á fjölmargar leiðir við atvinnuleitina og farið ítarlega í ráðningarferlið, meðal annars með sjálfskoðun, styrkleikaæfingum, gerð ferilskrár og kynningarbréfa sem og æfingum og ábendingum fyrir atvinnuviðtöl. Áhersla er á frumkvæði, tengslanet, vellíðan og framtíðaráætlanir. Aðferðir höfunda hafa reynst atvinnuleitendum, aðstandendum og þeim sem standa frammi fyrir starfslokum vegna aldurs, árangursríkar.
Bókin er praktísk sama i hvaða sporum lesandinn stendur. Leitast er við að taka heilstætt á málum, í henni eru fjölmargar reynslusögur sem fjölmargir munu án efa samsama sig við auk verkefna og sýnishorna sem eru gagnleg bæði við sjálfskoðun og í faglegri atvinnuleit.
Hægt er að skoða efnisyfirlit bókarinnar HÉR.