Þessi ókeypis vefkönnun gefur fólki einnig góð ráð um það hvernig þeir geta bætt stuðul sinn, og þannig minnkað hættuna, með því að innlima hjartaheilsuvænar venjur inn í sitt daglega líf.
Stephanie Chiuve, rannsóknarfulltrúi við Department of Nutrition við HSPH og aðstoðarprófessor í læknisfræði við Harvard Medical School og Brigham and Women‘s Hospital, segir að núverandi módel sem meta hættu á hjarta- og æðasjúkdómum séu flókin fyrir einstaklinga að finna útúr upp á eigin spýtur þar sem þau innihalda klíníska áhættuþætti eins og hækkað kólestról og blóðþrýsting. Þessi módel, sem eru oftast notuð hjá læknum, vanmeta oft byrði hjarta- og æðasjúkdóma á miðaldra fólk og konum sérstaklega. Hún segir einnig „Hjartaheilsu stuðullinn snýst um breytanlega áhættu sökum lífstíls, en það getur mögulega aukið vitneskju fólks um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn hjarta- og æðasjúkdómum í gegnum lífstílsbreytingar fyrr í lífinu, á undan þróun klínískra áhættuþátta.“
Rannsóknin var birt á netinu þann 14. nóvember 2014 í the Journal of the American Heart Association.
Grein af hjartalif.is