Hægt er að skoða endaþarminn og neðsta hluta ristilsins með fingurbreiðum málm- eða plasthólki, sem stungið er í mesta lagi 25 cm upp í þarminn. Áður fyrr var ekki hægt að skoða efri hluta þarmanna nema með röntgenmyndatöku. Skyggingarefni var dælt inn neðanfrá. Það fór um ristilinn og endaði við botnlangann þar sem hann mætir görnunum. Eftir að ristilsjáin kom til sögunnar eru slíkar röntgenmyndatökur nánast óþarfar.
Hún gerir lækninum kleift að virða fyrir sér slímhúðina alla leið gegnum ristilinn, legu æða, sáramyndun, sepa, hnúða og æxli. Einnig er hægt að taka sýni úr slímhúðinni gegnum sjána, ef þörf er á þeim til sjúkdómsgreiningar.
Ristilspeglun fæst ekki alls staðar á landinu þó að æ fleiri sjúkrahús bjóði upp á hana. Ristilskoðun er framkvæmd með léttri deyfingu. Róandi lyfi er sprautað í æð, og þú ert í léttu móki í þær 15-30 mínútur sem tekur að framkvæma skoðunina.
Heimild: doktor.is