Mjúklegt rugg er ekki síður gagnlegt eftir að barn er komið í heiminn. Hæfilegt rugg vinnur á streitu barnsins, enda þykir öllum börnum gott að vera vaggað í ró. Hvort sem það er í ruggustól, rólu eða örmum aðstandanda njóta þau taktfastrar hreyfingarinnar sem losar um streitu, ótta og spennu sem börn finna fyrir allt frá fyrstu stundu í þessum heimi sem er þeim svo framandi. Að auki örvar hreyfingin jafvægiskerfið sem hefur áhif á ýmsan heilaþroska, svo sem rýmisgreind og málþroska. Þegar barni er ruggað hreyfist vökvinn í innra eyra þess sem örvar jafnvægiskerfið. Meðan barnið róast og sofnar við mjúkt ruggið vinnur þetta kerfi í fullri virkni og sendir ýmsar upplýsingar til heilans.
Það er gagnlegt að rugga börnum og örva jafnvægisskynið allt frá fæðingu (eða fyrr!) og fram á skólaaldur, bæði þar sem það veitir öryggistilfinningu, slökun og þjálfun jafnvægiskerfisins sem er svo mikilvægt. Bandarískir barnalæknar hafa meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að fyrirburum sem er ruggað í hengirúmi þrisvar á dag í hálftíma í senn þrífast betur en þeir sem ekki njóta slíkrar hreyfingar. Sálfræðingar og menntavísindafólk hefur einnig komist að raun um gagnsemi ruggs og telja að börn sem er reglulega ruggað í frumbernsku og fá markvissa örvun jafnvægiskerfisins fram á skólaaldur glíma síður við lærdómserfiðleika og eiga auðveldara með lestur og skrift.
Adamo-ungbarnahengirúm – 100% lífræn og handgerð, hjálpa þér að rugga litla sólargeislanum þínum.
HÉR má sjá Facebook síðu Adamo.