Guðmundur sat við borðið hjá Stefáni félaga sínum, hann var sá eini í boðinu sem var einn á ferð. Sá eini af gamla vinahópnum sem var ekki í sambandi. Hann þráði ekkert heitara en að kynnast konu. Það hafði bara ekkert gengið og hann nennti ekki svona ,,one night stand‘‘ dæmi og var ekki alveg gaurinn til að senda pósta á stelpurnar á ,,facebook.‘‘ Hann upplifði sig aleinan í heiminum og þegar hann leit í kringum sig við borðið áttaði hann sig á að hann hafði ekki hugmynd um það hver hann var eða hvað það var sem hann vildi og það sem meira var hann hafði ekki hugmynd um hvernig hann gæti öðlast þessa vitneskju.
***
Sólrún sat með vinkonu sinni og velti því fyrir sér hvort það væru virkilega til sambönd sem væru falleg, góð og heilbrigð. „Ég hef misst trúna á þetta“ sagði Sólrún „Það er eins og karlmenn þori ekki að skuldbinda sig lengur.“ Vinkonan var ekki alveg sammála. Hún taldi reyndar erfitt að halda samböndum góðum en hún vildi meina að það væri vegna þess að fólk ætti í basli með að vera heiðarlegt við hvort annað. Sólrún dæsti og hélt áfram: „Þegar Stefán bauð mér út að borða um daginn þá hélt ég að hann ætlaði að slíta sambandinu við konuna sína, ég meina hann er búinn að segjast ætla að gera það síðustu þrjá mánuði. Og hvað, á ég bara að bíða og bíða?“
***
Karl og Stefán félagi hans höfðu ákveðið að fara í snóker og slaka á. Karl sagði Stefáni að hann væri sáttur í sínu sambandi, hann þyrfti aldrei að hafa áhyggjur af því hvort hann gæti farið á völlinn, í bíó með félögunum eða bara svona eins og í kvöld í snóker.
Konan hans treysti honum fullkomlega. Hann sagði Stefáni líka að hann elskaði kynlíf með konunni sinni og að hann gæti ekki hugsað sér aðra konu. Stefán fékk hnút í magann, hann hafði aldrei upplifað það að konan hans treysti honum, kynlífið hjá þeim var ekki lengur upp á marga fiska og hann fór aldrei neitt, gerði aldrei neitt. Hann hafði meira að segja verið í sambandi framhjá konunni sinni undanfarnar vikur en hann var ekki heldur ánægður þar. Hann hafði hugsað um það undanfarið hvort hann ætti að slíta sambandinu en það var eitthvað sem stoppaði hann, hann vissi ekki hvað.
Karl skaut þriðju kúlunni í röð og hélt áfram að tala, hann sagði Stefáni að traustið í þeirra sambandi byggði á því að þau töluðu saman og ef eitthvað kæmi upp á sem þyrfti að ræða eða gera upp þá gerðu þau það um leið og kostur væri. Karl sagði líka að hann hefði lært það ,,the hard way‘‘ að gangast alltaf við sér ef hann væri ósanngjarn eða óheiðarlegur á einhvern hátt. Það að vera sannur hefði gefið honum tækifæri til að upplifa nýjar víddir í sambandinu.
Stefán fann til vanmáttar, hann skyldi varla hvað Karl var að tala um en hann skyldi nóg til að vita að hann var á villigötum. Hann skaut misheppnuðu skoti og áttaði sig á því að lífið hans var eins og þetta skot en hann bara vissi ekki hvað hann gæti gert til að finna út úr þessu.
***
Kata, eins og hún var kölluð, hafði látið sig hafa það að skreppa í fjölskylduboð. Hún hafði síðustu ár mætt með nýjan mann með sér allavega þrisvar sinnum og kveið því að mæta ein. Enn ein... „Það eru allir svo happy eitthvað, systir mín og hennar maður búin að vera saman í 13 ár og alltaf svo samrýmd. Lilja frænka og kærastinn svo ástrík, neistinn á milli þeirra er magnaður. Guðmundur og Hera eru hið fullkomna par og krakkarnir þeirra blómstra... Af hverju er ég alltaf ein? Af hverju næ ég aldrei í mann sem elskar mig?“
***
Hjalti hafði stöðugt kvartað undan því að hún væri ekki nógu grönn. Hann rak hana í ræktina og vildi stjórna því hvað og hvenær hún borðaði. Hann fyrirleit konur sem voru of feitar, sagði þær agalausar.
Sara vildi ekki vera agalaus, ekki of feit og alls ekki fyrirlitin og hvað þá af honum sem hún hafði elskað svo heitt. Sambandið hafði verið gott í byrjun, hann dekraði hana, hrósaði henni og sýndi henni mikinn áhuga. Þau bara smullu saman. Gátu talað endalaust og vildu ekkert frekar en að vera saman.
Smám saman hætti þetta. Langa spjallið varð að engu, hann varð upptekinn í vinnu og með félögum sínum og hann var hættur að segja henni að honum þætti hún falleg. Þegar þau voru saman var áhugi hans á öllu öðru en henni. Hann snerti hana ekki lengur nema þegar hann vildi sofa hjá henni og þá voru snertingarnar ekki ljúfar heldur eingöngu kynferðislegar. Henni fannst þessar snertingar ekki góðar en leitaði þó huggunar í þeim.
***
Ertu að fara inn í nýtt samband? Þarftu að loka sambandi sem er þér ekki gott? Átt þú eftir að gera upp gamalt samband? Hefur þú misst trú á að þú getir átt í heilbrigðu og góðu sambandi?
Að eiga í heilbrigðu, góðu og fallegu sambandi er sumum gefið, en flestir þurfa að vinna að því. Fólk sem á erfitt með að virða sjálft sig, elska sig, vernda sig, sinna sér og þekkja sig á erfitt með að deila sér með öðrum. Það á erfitt með að virða mörk annarra og enn erfiðara með að setja fram eigin mörk. Heilbrigð mörk eru undirstaða góðra sambanda. Flestir sem þekkja þennan vanda þekkja illa eigin þarfir og langanir og geta því ekki alltaf sett þær fram. Það er til mikils að vinna að takast á við sjálfa/n sig. Að fjárfesta í sér. Styðja sjálfa/n sig til betra lífs.
Hentu út gömlu ónothæfu forriti og endurnýjaðu þrótt þinn.
Við hjá „Ég er“ getum aðstoðað þig með þessa þætti.
Pantaðu viðtal með því að hringja í síma 783-4321 eða með því að senda póst á namskeidin@gmail.com