En það er vel hugsanlegt að þú sért hvorki að gera húð þinni né hári neitt gott með sturtuferðunum. Því þótt þú sért að þvo í burtu svita og skít þá geta venjur þínar um leið haft neikvæð áhrif á húð og hár.
Við erum algjörlega sammála; það er fátt notalegra en vel heit sturta. En þótt notalegt sé að fá heitt vatnið á skrokkinn þá er það víst ekki gott fyrir húð og hár.
Heitt vatnið sviptir hárið sinni náttúrulegu olíu sem gerir það að verkum að hárið verður þurrt og gjarnt á að slitna.
Þetta á einnig við húðina. En heitt vatnið þurrkar húðina og þá myndast gjarnan kláði.
Ef þú vilt komast hjá þessu hafðu þá vatnið volgt. Og já við vitum að það er ekki eins notalegt.
Hver kannast ekki við þetta?
Það getur verið erfitt að slökkva á heitu vatninu og fara út í kalt loftið. En langar heitar sturtuferðir eru ekki góðar fyrir húðina og hárið – og er það af sömu ástæðu og hér á undan.
Ylvolg og stutt sturta er málið og er ágætt að miða við svona 5 mínútur.
Þú þarft ekki að fylla lófann af sjampói til að þvo hárið. Og ef þú gerir það ertu að nota allt of mikið af því. Magnið sem ætti að miða við er eins og stór dropi, fer auðvitað eftir sídd og þykkt hárs. Fyrir sítt, þykkt hár er til dæmis ágætt að miða við stærðina á tíkalli og fyrir stutt hár má miða við stærðina á fimmkalli.
Takmarkaðu líka sápuna á líkamann og gott er hafa í huga að minna er meira. Því ef þú notar of mikið þessum vörum ertu að gera húðina og hárið þurrara en gott er.
Skoðaðu það hvort nauðsynlegt sé að þvo hárið í hverri einustu sturtuferð. Ef hárið er þvegið of oft . . . LESA MEIRA