- Karlmenn missa um 40 hár af höfðinu á dag á meðan konur missa um 70 hár.
- Það er sama magn af salti í blóðinu þínu og er í hafinu.
- Við erum hærri á morgnana en við erum á kvöldin.
- Hjartað dælir blóðinu um líkamann þúsund sinnum á hverjum degi.
- Hvert augnhár endist í um 150 daga.
- Það eru um 500 hár í hvorri augabrún.
- Mannslíkaminn hefur um 100 billjón taugafrumur.
- Það er ekki hægt að hnerra með opin augun.
- Bein eru fjórum sinnum sterkari en steypa.
- Lífstími bragðlauks eru ekki nema 10 dagar.
- Við fæðumst án hnéskelja og þær byrja ekki að myndast fyrr en um 2 til 6 ára aldur.
- Börn vaxa hraðar á vorin.
- Augun eru sömu stærðar alla ævi á meðan nef og eyru hætta ekki að stækka.
- Við fæðumst með 300 bein en endum með 206 þegar við erum orðin fullorðin.
- Höfuðkúpan er búin til úr 26 mismunandi beinum.
- Hárið er úr sama efni og neglurnar okkar.
- Öll líkamsstarfsemi stöðvast þegar við hnerrum, hjartað einnig.
- Tungan er sterkasti vöðvinn í líkamanum.
- Venjuleg heilbrigð manneskja fer á klósettið um 6 sinnum á dag.
- Það tekur mat um 7 sekúndur að fara frá munni og ofan í maga.
- Börn eru með fleiri bragðlauka en fullorðnir.
- Hnerri blæs lofti út um nefið á um 60 km hraða.
- Stæsti vöðvi líkamans er þessi sem þú situr á.
- Minnsta bein í líkamanum er í eyranu.
Skemmtilegur fróðleikur frá Heilsutorg.is