Sögusögn: Með strokuprófi er hægt að greina krabbamein í eggjastokkum.
Staðreynd: Með strokuprófi er aðeins hægt að greina krabbamein í leghálsi.
Sögusögn: Krabbamein í eggjastokkum er einkennalaust.
Staðreynd: Einkenni geta meðal annars verið viðvarandi og síversnandi kviðverkur, þemba eða óþægindi, ógleði, meltingartruflanir eða vindgangur, tíð þvaglát, hægðateppa eða niðurgangur, óeðlilegar blæðingar um leggöng, óeðlileg þreyta, óeðlilegt þyngdartap eða þyngdaraukning, mæði, svo og verkir við samfarir. Oftast stafa þessi einkenni ekki frá móðurlífinu.
Sögusögn: Áhættuþættir krabbameins í eggjastokkum eru óþekktir.
Staðreynd: Áhættuþættir þessa sjúkdóms eru hækkandi aldur, fjölskyldusaga um krabbamein í eggjastokkum, brjóstum, ristli og/eða endaþarmi, að hafa einhvern tíma greinst með brjóstakrabbamein, að hafa aldrei alið barn eða ala það seint. Að nota árum saman talkúm á kynfærin er einnig áhættuþáttur, svo og að hafa tekið inn sterk estrógenlyf án progesteróns í langan tíma (10 ár). Hins vegar er nú orðið algengara að hormónalyf við tíðahvarfaeinkennum innihaldi bæði estrógen og progesterón.
Sögusögn: Hátt CA-125 hlutfall í blóði bendir til krabbameins í eggjastokkum.
Staðreynd: Ekki er óalgengt að hjá konum í barneign finnist hátt hlutfall CA-125 af öðrum orsökum en krabbameini, t.d. legslímuvillu (sléttvöðvaæxlum), bólgu í eggjaleiðurum eða legslímuflakki (endrometriosis). Meira mark er takandi á mælingu á CA-125 í blóði séu konur komnar úr barneign. Enn hefur ekki fundist nein skimunaraðferð sem getur talist fullkomlega örugg í leit að krabbameini í eggjastokkum.
Sögusögn: Hafi engin kona í fjölskyldunni fengið krabbamein í eggjastokka, fæ ég það ekki heldur.
Staðreynd: Allar konur eiga á hættu að fá krabbamein í eggjastokka. Aðeins 10% tilfella krabbameins í eggjastokkum eru ættgeng.
Sögusögn: Krabbamein í eggjastokkum er ólæknandi.
Staðreynd: Greinist krabbamein í eggjastokkum snemma og er meðhöndlað rétt, eru 90% líkur á að konan lifi í að minnsta kosti fimm ár. Hins vegar greinist ekki nema um fjórðungur tilfella snemma. Greining á síðari stigum sjúkdómsins tengist töluvert minni lífslíkum – um 25%.
Sögusögn: Frjósemislyf valda krabbameini í eggjastokkum.
Staðreynd: Á þessu efni eru skiptar skoðanir. Margar rannsóknir sem gerðar voru snemma á tíunda áratug síðustu aldar sýndu að ákveðin frjósemislyf tengdust aukinni hættu á krabbameini í eggjastokkum. Nýlegri rannsóknir hafa leitt í ljós að auknar líkur á krabbameini í eggjastokkum virðast fremur tengjast sjálfri ófrjóseminni en notkun frjósemislyfja.
Sögusögn: Konur sem láta fjarlægja eggjastokka geta ekki fengið eggjastokkakrabbamein.
Staðreynd: Konur sem hafa látið nema brott eggjastokka fá ekki þessa tegund krabbameins nema einhver hluti meinsins hafi sáð sér áður en til brottnáms kom og án þess að það greindist. Það er afar sjaldgæft. Auk þess er til sjaldgæf tegund krabbameins sem á upptök sín í lífhimnunni, náskild krabbameini í eggjastokkum, og getur stungið sér niður þótt búið sé að fjarlægja eggjastokka. Lífhimnukrabbamein á upptök sín í himnunni sem klæðir að innan kviðar- og grindarhol. Í smásjá líkist það eggjastokkarkrabbameini. Því fylgja einnig sömu einkenni, það dreifir sér á svipaðan hátt og meðferð við því er sú sama og við krabbameini í eggjastokkum.
Staðreynd: Hægt er að koma í veg fyrir krabbamein í eggjastokkum.
Staðreynd: Sem stendur er ekki til nein fullkomlega örugg aðferð sem kemur í veg fyrir krabbamein í eggjastokkum. Engu að síður er ýmislegt hægt að gera til að draga úr hættunni:
Sögusögn: Að vera með blöðrur á eggjastokkum getur aukið hættu á krabbameini í eggjastokkum.
Staðreynd: Í flestum tilfellum verða blöðrur eða belgir til við þær mánaðarlegu breytingar á hormónamagni sem fylgja tíðahringnum, eggmyndun og egglosi. Flestar blöðrum eru meinlausar og hverfa sjálfkrafa. Í sumum gæti þó fundist krabbamein.
Heimild: brjostakrabbamein.is