Ástæðan fyrir þessu er sú að söngur hefur mjög jákvæð áhrif á heilsuna.
Þegar þú syngur þá ertu að losa um sömu hormóna sem flæða um líkamann þegar þú stundar kynlíf, eða borðar súkkulaði – og þú ert róleg/ur og afslöppuð/slappur. Söngurinn losar um endorfín sem eykur á orkuna og þú ert þar af leiðandi ekki orkulaus eða andlaus.
Að syngja í nokkrar mínútur er afar góð æfing fyrir lungun. Söngur virkjar magavöðva ásamt þindinni sem gera það að verkum að blóðflæðið verður stöðugra og betra. Og þegar þú syngur þá dregur þú andann dýpra sem þýðir að þú ert að fylla lungun af súrefni og losar um spennu í vöðvum.
Að syngja í hóp með öðrum hefur afskaplega góð áhrif á líkamann. Hópsöngur eins og t.d að vera í kór er afskaplega góður til að tengjast félagslega öðru fólki. Það eflir sjálfstraustið og ef þú átt það til að verða þunglynd/ur eða kvíðin/n þá er þetta málið. Skráðu þig í kór og þú kemst ekki hjá því að mæta og hættir að einangra þig.
Að syngja hreinsar á náttúrulegan hátt ennis og kinnholurnar, ásamt öndunarfærum og það er stöðugt flæði af súrefni ofan í lungu.
Söngur er þekktur fyrir að hafa ótrúlega góð læknandi áhrif. Söngur er ákveðið form af meðferð sem hjálpar þér að losa þig við stress og annað sem stendur í vegi fyrir þinni hamingju
Söngurinn lífgar upp á huga,líkama og andlegu hliðina og leyfir okkur að sleppa fram af okkur beislinu og vera frjáls.
Það eru til margar rannsóknir varðandi söng sem eingöngu sýna fram á ávinning söngs. Ein rannsókn þar sem söngvarar voru þátttakendur í sýndi að söngurinn lækkaði cortisol í líkamanum sem er sama sem merki við að minnka stressið.
Í annarri rannsókn var talið að það að syngja í hóp/kór er eins og hugleiðsla. Hjarslátturinn hjá öllum verður sá sami og vekur vellíðan og hefur róandi áhrif á alla í hópnum.
Grein fengið af vef thespiritscience.net