Ekki eru talin bein tengsl milli streitu og hjartasjúkdóma, en ýmis einkenni sem streita veldur geta þó haft áhrif á hjartað. Krónísk streita er sérstaklega slæm fyrir heilsuna og best að taka á því sem fyrst með því að læra tækni til að minnka streituna, meðal annars með slökun. Vefsíða Go Red for women fjallaði um streitu og hjartasjúkdóma á vefsíðu sinni.
Hvernig hefur streita áhrif á hjartaheilsuna? Samkvæmt Bandarísku Hjartasamtökunum þá eru engin bein tengsl milli streitu og hjartasjúkdóma. Aftur á móti getur streita, þá sérstaklega krónískt streita, haft neikvæð áhrif á heilsuna og getur þannig haft áhrif á hjartað.
Við streitu þá fer adrenalín út í blóðið, sem hækkar hjartslátt og blóðþrýsting
Streita setur af stað röð atburða. Til að byrja með lendum við í aðstæðum sem valda streitu, það er yfirleitt óþæginlegt en ekki skaðlegt. Líkaminn bregast við þessum aðstæðum með því að seyta adrenalíni út í blóðrásina sem veldur því að andardrátturinn og hjartslátturinn verður hraðari og blóðþrýstingurinn hækkar. Þessi líkamlegu viðbrögð gera okkur klár til að takast á við aðstæðurnar eða flýja þær, „berjast eða flýja“ viðbrögðin (e. fight or flight response).
Krónísk streita getur skemmt æðaveggina
Þegar streitan er stöðugt til staðar og verður krónísk, þá er líkaminn í „berjast eða flýja“ viðbrögðunum meira og minna í marga daga eða vikur í senn. Þar sem krónískta streitan veldur hærri hjartslætti og blóðþrýstingi þá getur það með tímanum skemmt æðaveggina.
Krónísk streita getur veikt ónæmiskerfið og valdið óþæginlegum líkamlegum einkennum
Krónísk streita veldur ekki háþrýstingi. Nákvæm orsök háþrýsings er óþekkt, en þættir sem virðast hafa áhrif á hann eru meðal annars það að vera í ofþyngd, ofneysla salts, skortur á hreyfingu og of mikil áfengisneysla. En krónísk streita getur tekið sinn toll líkamlega. Það getur veikt ónæmiskerfið og valdið óþæginlegum líkamlegum einkennum eins og höfuðverk og magavandamálum.
Forðastu tilfinningar eins og reiði sem geta haft áhrif á hjartsláttinn og blóðþrýstinginn
Frá því í kringum 1970 þá hafa læknar notað skilgreininguna „týpa A“ persónuleiki eða hegðun til að lýsa manneskju sem er alltaf að flýta sér, er óþolinmóð, oft pirruð, reið, illkvittin og fullkomnunarsinni. Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að eiginleikana reiði og illkvittni (e. hostility) megi tengja við hjartasjúkdóma. Það er vegna þess að þegar þessir eiginleikar koma fram þá seytir líkaminn streituhormóni út í blóðið sem veldur því að hjartslátturinn og blóðþrýstingurinn hækkar tímabundið sem veldur því að hjartað erfiðar meira en vanalega.
Lærðu að takast á við streitu með slökun og annarri tækni
Lyf eru gagnleg við ýmsu, en gagnast yfirleitt ekki við streitu. Sumir taka róandi lyf til að ná sér niður, en það er mun betra að læra að takast á við streituna með slökun eða annarri tækni. Það er einnig mjög mikilvægt að rugla streitu ekki saman við kvíða. Ef þú ert með alvarlegan kvíða, þá er mikilvægt að ræða það við sálfræðing en sálfræðimeðferð er einhver besta aðferðin til að vinna kvíða. Einnig er hæt að tala við lækni hvort lyf séu eitthvað sem gæti gangast.
Þýtt og endursagt af Go Red for women.
Hanna María Guðbjartsdóttir.
Heimild: hjartalif.is