Allir eiga sína morgunrútínu hvort sem þeir gera sér grein fyrir því eða ekki, og eru sumar venjur betri en aðrar til að undirbúa hugann og líkamann fyrir komandi dag.
Hver kannast ekki við að grípa í símann og renna yfir alla félagsmiðlana og athuga pósthólfið sitt jafnvel áður en farið er framúr? Það er víst ekki besta leiðin til að byrja daginn samkvæmt Íslandsvininum og alþjóðlega fyrirlesaranum Brian Tracy.
Brian hefur unnið með þúsundum einstaklinga sem hafa náð gífurlegum árangri og nýtur velgengni bæði í lífi og starfi. Hann segir allt þetta fólk eiga eitt sameiginlegt. Þau hafi ákveðnar morgunvenjur og siði. Og hann telur að ef þú tileinkar þér þesssa þrjá eftirfarandi hluti muntu eiga æðislegan dag, alla daga.
Einn góður siður sem þú getur tileinkað þér á hverjum morgni er að fara á fætur og lesa í 30 – 60 mínútur eitthvað jákvætt, gagnlegt og upplífgandi. Eitthvað sem veitir þér innblástur. Ef þú gerir það í staðinn fyrir að lesa morgunblöðin eða vafra á netinu setur þú tóninn fyrir daginn.
Þú finnur það um leið og þú byrjar að tileinka þér þetta að þú verður rólegri og afkastameiri í gegnum daginn, meira skapandi og á allan hátt betur undirbúin/n fyrir það sem er framundan.
Önnur morgunvenja sem þú ættir að tileinka þér er að borða hollan . . . LESA MEIRA