Prófessor Yudkin læknir, yfirmaður rannsóknarstofnunar í næringarfræði við háskólann í London, hefir nýlega leitt rök að því, að aukin sykurneyzla eigi meginsök á aukningu kransæðastíflu. Hann hefir komizt að þessari niðurstöðu við athugun á fjölda manns á aldrinum 45 til 65 ára.
Kransæðastífla er fyrst og fremst æðasjúkdómur, venjuleg æðakölkun, fólgin í því, að fituefni setjast innan á æðaveggi, og af því hafa menn löngum dregið þá ályktun, að kólesteról og önnur fituefni í blóði og fæði væru aðalorsök sjúkdómsins. En á síðari árum hafa ýmsar athuganir bent í þá átt, að fitukenningin sé röng. Þannig getur t.d. verið mikið kólesteról í blóði manna, sem neyta engrar fitu úr dýraríkinu.
Á hinn bóginn eru nú fyrir hendi niðurstöður margra vísindalegra rannsókna, sem benda eindregið til þess, að æðakölkun og blóðtappamyndun eigi rót sína að rekja til truflana á efnaskiptum kolvetna, þ.e. sykurs og sterkju.
Þannig tókst danska nóbelsverðlaunahafanum Dam að framkalla kólesterólgallsteina í dýrum með því að fóðra þau á miklu af einhæfum kolvetnum, bæði sterkju og ýmsum sykurtegundum, en fitu fengu þau enga. En kólesterólið tekur þátt í myndun þessara gallsteina líkt og í æðakölkun.
Þá hefir dr. Lutz komizt að raun um það við . . . LESA MEIRA