Táfýla kemur vegna samspils fótasvita og baktería. Það eru náttúrlegar bakteríur á fótum, sérstaklega á milli tánna, sem sjá m.a. um að brjóta niður dauðar húðfrumur. Við það niðurbrot verður til vond lykt sem líkist lykt af gömlum ost, ammoníaki eða ediki. Fótasviti myndar kjöraðstæður fyrir þessar bakteríur til að fjölga sér óhóflega en svitakirtlar eru hlutfallslega flestir á höndum og fótum. Það er því mikilvægt að loka ekki fyrir fótasvitann með skóm eða sokkum sem ekki hleypa raka í gegn og ýta þannig undir fjölgun baktería.
Aðrar ástæður táfýlu eða óeðlilega mikillar svitamyndunar geta verið arfbundnir þættir (hyperhidrosis) sem þarf þá læknismeðferðar. Álag, sýking, sum lyf, vökvaskortur og hormónabreytingar geta einnig haft áhrif á svitamyndun og lykt.
Sumum hefur reynst vel að fara í fótabað í sterkri svartri teblöndu 30 mínútur á dag í viku. Sýran í teinu drepur bakteríar,l okar svitaholum og heldur fótunum þurrum lengur. 2 tepokar með svörtu te í einum líter af vatni soðið upp í í 15 mín. Þynnt síðan út með hálfum líter vatns.
Einnig er hægt að prufa edikfótabað, með einum hluta ediks á móti tveimur hlutum vatns.