Stjórnendur leik-, grunn- og framhaldsskóla auk íþróttafélaga eru hvattir til að leggja áherslu á fræðslu, umfjöllun og viðburði sem stuðla að því að draga úr neyslu sætinda og sykraðra drykkja og bent er á nýtt myndband sem Tannlæknafélagið mælir með: Þetta er ekki flókið
Veggspjaldið Þitt er valið hefur verið uppfært og endurútgefið á vegum Embættis landlæknis, en þar má á myndrænan hátt sjá sykurmagn og sýrustig nokkurra algengra vatnsdrykkja, ávaxtadrykkja, gosdrykkja, íþróttadrykkja og orkudrykkja á innlendum markaði.
Hægt er að panta veggspjaldið Þitt er valið í afgreiðslu embættisins, á netfanginu mottaka@landlaeknir.is. Veggspjaldið er ókeypis og ef pantað er fyrir 3. febrúar er veggspjaldið sent skólum að kostnaðarlausu. Ef pöntun berst eftir 3. febrúar þarf að greiða póstburðargjald fyrir sendinguna.
Fleiri börn njóta lægri tannlækniskostnaðar
Öll börn sem verða fjögurra og fimm ára á árinu 2017 bætast í hóp þeirra barna sem fá gjaldfrjálsa tannlæknisþjónustu. Tannlækningar barna frá þriggja til og með sautján ára eru nú greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands, að frátöldu 2500 kr. árlegu komugjaldi.
Forsenda gjaldfrjálsra tannlækninga er að börnin hafi skráðan heimilistannlækni hjá Sjúkratryggingum Íslands.
Hólmfríður Guðmundsdóttir
tannlæknir
Skoða myndband: Þetta er ekki flókið
Af vef landlaeknir.is