Maginn og görnin eru mjög viðkvæm fyrir tilfinningum. Má nefna, reiði, kvíða, sorg og fleirum – allar þessar tilfinningar geta orsakað viðbrögð í maganum.
Heilinn hefur bein tengsl við maga og innyfli. Sem dæmi, hugsunin um að borða getur losað magavökva áður en maturinn er komin niður í maga. Þessi tenging á við á báða bóga. Innyfli sem eiga í vandræðum geta sent merki til heila um að ekki sé allt í lagi, eins og heili sem er ekki frískur sendir merki til maga og innyfla. Þar af leiðandi getur magi manneskju eða óheilbrigð innyfli/görn verið orsök kvíða, stress og jafnvel þunglyndis. Þetta er vegna þess að heilinn og maga -og garnasjúkdómar eru mjög vel tengd.
Á þetta sérstaklega við þegar manneskja upplifir magaverki, en það er ekki nein augljós líkamleg ástæða fyrir því. Í svona tilvikum er erfitt að lækna maga sem er í uppnámi án þess að taka inn í myndina andlegt ástand manneskjunnar, eins og með kvíða eða stress.
Ef spáð er í því hversu náið magi og heili vinna saman þá verður auðveldara að skilja afhverju sumir t.d finna fyrir ógleði ef þeir þurfa að standa fyrir framan hóp af fólki og fara með ræðu, eða ef manneskja er stressuð þá fer maginn í ólag.
Það má heldur ekki túlka þetta þannig að magi í ólagi sé ímyndunin ein. Geðheilsa og líkamleg heilsa tengist á svo margan hátt.
Með öðrum orðum, stress, þunglyndi eða aðrir andlegir/geðrænir kvillar geta haft mikil og slæm áhrif á maga og meltingu. Þú getur fengið bólgur og ert móttækilegri fyrir sýkingum.
Í 13 rannsóknum kom í ljós að sjúklingar sem reyndu andlega meðferð gegn magakvillum náðu betri árangri en þeir sjúklingar sem fóru hina leiðina, þ,e með lyfjum.
Eru þín maga vandamál, eins og t.d brjóstsviði, ristilkrampar eða niðurgangur tengd stressi? Ef svo er, þá ber að benda á eftirfarandi einkenni, ef þú finnur fyrir þeim þá er ráðlagt að leita læknis og fá viðeigandi meðferð.
Stífir eða viðkvæmir vöðvar, sérstaklega í öxlum og hálsi.
Höfuðverkur.
Vandræði með svefn.
Skjálfti.
Minni löngun í kynlíf.
Þyngaraukning eða tap.
Óróleiki.
Frestunar árátta.
Gnýsta tönnum.
Vandamál með að klára verkefni.
Breytingar á neyslu áfengis og matar.
Byrjar að reykja eða reykir mikið meira en vanalega.
Aukin löngun í að vera ekki ein/n eða að vilja bara vera ein/n.
Grætur meira en áður.
Yfirgnæfandi tilfinning sem tengist spennu eða óþægilegum þrýstingi frá öðrum.
Getur ekki slakað á.
Taugaveiklun.
Stuttur þráðurinn.
Þunglyndi.
Missir fljótt einbeitingu.
Vandamál með að muna hluti.
Tapar húmornum.
Óákveðin varðandi ótrúlegustu hluti.
Ef þú vilt kynna þér frekari tengsl milli heila og maga þá má lesa The Sensitive Gut, A Special Health Report from Harvard Medical School HÉR.
Heimild: Harvard Medical School