Í fyrsta lagi er orka fólginn fitunni. Eldra fólki hættir til að léttast um of þegar líður á ævina. Það er því gott að hafa af einhverju að taka á þessu æviskeiði, segir Dain LaRoche prófessor við háskólann í New Hampshire. Í fyrndinni þegar fólk þurfti að veiða sér til matar safnaði það fitu á þeim árstímum sem vel veiddist.
Fituforðann notuðu frummennirnir til að lifa af veturinn. Það sama gildir um eldra fólk og fólk sem veikist af krabbameini, það er gott að hafa smá fituforða því fólk grennist oft mikið á síðari stigum sjúkdómsins.
Í öðru lagi þá eru það fituleysanlegu vítamínin A, E, D, og K sem eru geymd í vefjum líkamans. Það þarf fitu í matinn til að líkaminn geti nýtt þessi vítamín. Bestu vítamíngjafarnir eru feitur fiskur, olífuolía og avokadó en vítamínin er líka að finna í fjölda annara matvæla. Þeir sem fara á fituskert matarræði eiga á hættu að líkamann fari að skorta fituleysanlegu vítamínin. Það getur haft í för með sér beinþynningu . . . LESA MEIRA