Vísindamennirnir komust einnig að því að mýs sem föstuðu juku getu sína til að búa til nýjan vef. Til dæmis framleiddu þær nýja lifrarfrumur mun hraðar og frumurnar í líkama þeirra urðu mun unglegri. Á vef Videnskab er haft eftir Valter Longo, hjá Suður-Kaliforníu háskólanum, að þetta séu mjög spennandi niðurstöður.
Vísindamennirnir gerðu einnig tilraun með hvort þetta hefði sömu áhrif á fólk. 19 manns tóku þátt tilrauninni og var hitaeininganeysla þeirra takmörkuð fimm daga í mánuði við þriðjung þess sem er ráðlagður dagsskammtur. Eins og hjá músunum batnaði líkamlegt ástand fólksins á mörgum sviðum. Það missti magafitu, blóðsykurmagnið minnkaði og minna var af prótíni, sem tengist hjarta- og æðasjúkdómum, í blóði þeirra.
Heilsufarslegur ávinningur þessa var mestur eftir að fólkið hafði skipt þrisvar sinnum á milli hitaeiningasnauðs fæðis og venjulegs mataræðis.
Birt í samstarfi við
Tengt efni: