En hversvegna ætli það sé gott að gráta?
Rannsókn sem Dr. William H. Frey, lífefnafræðingur hjá St Paul-Ramsay Medical Centre í Minnesota stóð fyrir að þá er augljóst að það er munur á tárum sem tengjast tilfinningum og þeim sem tengjast stressi. Tár sem tengjast tilfinningum innihalda prótein og hormóna sem heita prolactin, adrenocorticotropic og leucine enkephalin (sem er náttúrulegur verkjastillir).
Tár sem tengjast tilfinningum og þau sem tengjast stressi eru talin hjápa okkur í gegnum erfiða tíma á margan hátt. Líkamlega þá er talið að þau hreinsi óæskileg efni úr líkamanum á meðan tilfinninga tárin gefa okkur smá losun sem er í raun æskileg.
Það að gráta léttir á stressi. Stress getur haft slæm áhrif á heilsuna og hefur verið tengt við mörg heilsutengd vandamál eins og t.d hjartasjúkdóma, háan blóðþrýsting, Sykursýki 2 og offitu. Þegar þú ert í uppnámi eða stressuð þá er mikið ójafnvægi á efnaskiptum í líkamanum og það að gráta dregur úr þessu.
Að gráta getur oft létt lundina þegar sorgina sækir að. Djúpur grátur léttir á þér og þú tengist frekar tilfinningunum sem þú ert að eiga við. Gráttu ef þú ert sorgmædd því þá ertu virkilega að takast á við sorgina.
Það er hægt að gráta of mikið. Ef þú grætur oft og mikið getur það verið merki um þunglyndi.
88,8 % af fólki líður betur eftir að hafa grátið á meðan 8,4% líður verr.
Konur gráta 47 sinnum meira en karlmenn.
Heimildir: netdoctor.co.uk