Finax byrjaði að þróa glútenlausar vörur árið 1983 og er slagorð þeirra „glútenlaust sem er gott og gerir gott”.
Finax hefur langa reynslu og mikla þekkingu á glútenlausum vörum. Allar þeirra vörur innihalda fyrsta flokks gæði og fara í gegnum nákvæmt gæðaeftirlit við vinnslu.
Einfalt, glútenlaust og gott á aðventunni
Margir eru viðkvæmir fyrir glúteni og reyna að forðast matvæli sem innihalda það. Fyrirtækið Finax er stærsti framleiðandi á glútenlausu mjöli og brauðblöndum í Evrópu og eru mjölblöndurnar seldar í Hagkaup, Fjarðarkaup og Iceland.
Finax mjölið fæst í tveimur tegundum, þ.e. fínt, glútenlaust mjöl sem hentar vel í allan bakstur og einnig í hvers konar matseld í stað hveitis eða annars mjöls. Síðan er það gróft mjöl sem er glúten- og mjólkurlaust og hentar líka vel í allan bakstur og allar þær uppskriftir sem innihalda heilhveiti og /eða rúgmjöl. Báðar mjölblöndurnar eru trefjaríkar og henta vel í brauð og kökur.
Prófaðu Finax í jólabaksturinn.