Beinþynning er sjúkdómur sem gerir að verkum að bein tapa kalki, þannig að styrkur þeirra minnkar og hætta á beinbrotum eykst. Þetta kemur fram í grein eftir Kolbrúnu Albertsdóttur hjúkrunarfræðing á vef Beinverndar. Í greininni segir ennfremur.
Beinþéttni minnkar hjá öllum með aldrinum og er liður í eðlilegu öldrunarferli bæði hjá konum og körlum. Tveir þættir skipta miklu máli í beinstyrk, þ.e. hversu mikið beinmagn byggist upp í æsku og hversu hratt beintapið verður með hækkandi aldri“
Það er mikilvægt að greina og meðhöndla beinþynningu, segir í greininni. Það er líka einfalt að greina hana með svokölluðum beinþéttnimælum. Þannig er auðveldara að finna þá sem eiga á hættu að beinbrotna vegna beinþynningar og veita þeim ráðgjöf í tíma um forvarnir og meðferð. Miklar framfarir hafa verið í lyfjameðferð við beinþynningu síðustu ár, en rétt lyfjaval getur helmingað hættuna á beinbroti. Það er ástæða til að fara í beinþéttnimælingu, telji menn sig vera áhættuhópi, þar sem beinþynning er einkennalaus.
Fyrstu einkenni beinþynningar sem menn verða varir við, er að bein brotnar. Það er algengt að bein brotni í úlnlið, hrygg, mjöðm og lærlegg. Þó að beinbrot grói, segir á vefnum, orsakar það oft langvinna verki, skerta starfshæfni og þunglyndi með þeim afleiðingum að lífsgæði skerðast. Dánartíðni eykst, sérstaklega í kjölfar samfallsbrota í hrygg og mjaðmabrota.
Einkennum samfallsbrota í hrygg er líst þannig í grein Kolbrúnar, að stundum komi smellur og skyndilegur verkur í baki og það geti gerst við lítið álag, til dæmis bara snögga hreyfingu, eða við að lytfa upp hlut eða setjast í í stól. Aðeins fjórðungur brotanna er sagður orsakast af byltum. Það tekur 6-8 vikur fyrir beinbrotin að gróa.
Það sem fólki er bent á að gera . . . LESA MEIRA