Fjölskyldufrí verða sífellt vinsælli í Danmörku.
Frí þar sem þrjár kynslóðir ferðast saman, börnin, foreldrarnir, afar og ömmur. Stundum bætast í hópinn frændur og frænkur. Á síðast liðnum fimm árum hefur orðið 30 prósent fjölgun í slíkum ferðum í Danmörku að því er fram kemur í grein sem Anne Bennike skrifar á vef danska ríkisútvarpsins.
Haft er eftir Nikolai Johansen blaðafulltrúa ferðaskrifstofunnar TUI að 2015 hafi selst á milli 10 og 15 þúsund fjölskylduferðir þar sem þrjár kynslóðir ferðuðst saman og aukningin í slíkum ferðum sé stöðug. Nikolai segir að afar og ömmur vilji gjarnan ferðast með börnum sínum og barnabörnum.
Fólk fari gjarnan í slíkar ferðir þegar fagna eigi stór afmælum eða öðrum mikilvægum viðburðum í lífi fjölskyldunnar. Mörgum vaxi í augum að halda boð fyrir 50 til 100 manns og kjósi því frekar að fara í ferðalag með fjölskyldunni.
Bónusinn sé að fjölskyldan fái þá lengri tíma til að vera saman. Flestir kjósi að ferðast til hlýrra staða þar sem fjölskyldan getur notið útivistar saman.
Þegar fólk skipuleggur ferðir fyrir stórfjölskylduna setur það þarfir barnanna í fyrsta sæti. Þess vegna eru hótel með stórum sundlaugum og rennibrautum og sérstökum barnaklúbbum vinsæl. Staðir þar sem börnin geta unað sér við ýmsa leiki. Fjölskyldan vill að allt sé innifalið í verðinu. Þá veit fólk . . .
LESA MEIRA