Við strákarnir höfum verið að sækja í okkur veðrið í tilfinningalífinu á undanförnum árum. Það er alls ekkert að því að segja frá því hvernig mönnum líður, jafnvel þó þeir séu sveittir í ræktinni með félögum sínum. Ég held það sé að verða hugarfarsbylting hjá strákum á öllum aldri, við erum mýkri en áður og viðurkennum að við erum tilfinningarverur rétt eins og fólk af öðrum kynjum. Vandamálið er að við strákarnir kunnum ekki til hlýtar að vera tilfinningaverur. Þekkjum ekki almennilega öll orðin sem eru notuð og skiljum ekki heldur merkingu þeirra. Við erum óöruggir í tjáningunni, aldir upp við það af feðraveldinu í árþúsundir að vera bara harðir á allan máta, óhagganlegir eins og kalt berg.
Konurnar eða þau í lífi okkar sem við erum í nándarsambandi við vilja mýkri menn, þær vilja ekki menn sem eru stöðugt í vörn eða annarri vanlíðan. Vilja ekki karla sem geta ekki sagt þeim að þær séu fallegar og að þeir elski þær og þarfnist þeirra.
Strákurinn sem verður til í hugarfarsbyltingunni sem nú á sér stað verður mjúkur en samt sterkur, tilfinningaríkur en sjálfsöruggur með sjálfstraust og sjálfsmat sem byggir á því að þeir þekki sjálfa sig, þekki hverjir þeir eru hvaðan þeir koma og hverjir þeir vilja vera.
Mennirnir sem verða til í tilfinningabyltingunni kunna að skilgreina og tjá þarfir sínar, þrár og langanir oggeraþað án hiks. Menn sem kunna að vera í nánd og vilja það. Menn sem kunna að setja heilbrigð mörk og jafnframt að virða mörk sem aðrir setja. Menn sem virða sjálfa sig og koma fram í kærleika í samskiptum við aðra.
Ég þarf almennt að vera í góðu standi tilfiningalega ekkert síður en líkamlega, ég þarf að stunda sjálfsvinnu. Ég þarf að kanna hvort ég sé meðvirkur, hvort sjálfsmatið mitt sé lágt, hvort sjálfsöryggið mitt sé í lagi. Síðan þarf ég að bregðast við og laga það sem þarf að laga með því að vinna í mínum málum. Það er mikilvægt fyrir karla ekki síður en aðra að vera hæfir til að greina sig í aðstæðum og bregðast við samkvæmt því.
En ég þarf að gera meira en bara stunda sjáflsvinnu ef ég vill eiga almennt gott líf. Ég er stundum órólegur, kannski örlítið ofvirkur, þá virkar vel fyrir mig að skreppa í ræktina og taka vel á því, vera þessi hrausti sem getur svitnað. Ég þarf líka að stunda hugleiðslu og af því ég er guðfræðingur og trúaður stunda ég hugleiðslu með kristnum áherslum.
Ég vill geta rætt alla hluti við konuna mína, tilfinningar, vinnuna mína, börnin mín og börnin okkar, vinina, ástina, vanlíðan og allt sem kemur upp á jafningjagrundvelli. Ég vill geta rætt við hana þegar út af ber og vaxið með henni, bæði tilfinningalega og andlega. Til þess að ég geti gert þetta þarf ég að vera í góðu standi, ég þarf að vinna í sjálfum mér. Fara á námskeið, tala við fagaðila eðageraþað sem ég þarf aðgeratil að vera í lagi. Ég ætla mér nefnilega að vera af nýju flottu tilfinningakynslóðinni, vera þessi mjúki en sterki, vera þessi sem þekkir sjálfan sig og tilfinningarnar.
Fritz Már Jörgensson Mag.theol.
Heimildir: eger.is