Lisa Copeland, rit- og pistlahöfundur er sérfræðingur í ráðgjöf til einstaklinga sem eru á lausu. Greinar eftir hana má meðal annars nálgast á vef Huffington Post. Við rákumst á þessa grein eftir hana þar sem hún gefur konum á miðjum aldri ráð um hvernig þær eigi að bera sig að langi þær að komast í samband.
Lisa Copeland, rit- og pistlahöfundur er sérfræðingur í ráðgjöf til einstaklinga sem eru á lausu.
Greinar eftir hana má meðal annars nálgast á vef Huffington Post.
Við rákumst á þessa grein eftir hana þar sem hún gefur konum á miðjum aldri ráð um hvernig þær eigi að bera sig að langi þær að komast í samband.
- Settu þér stefnumótamarkmið til lengri og skemmri tíma og skrifaðu þau niður. Skammtímamarkmið mín voru annars vegar að hitta nýja og athyglisverða menn og hins vegar að skemmta mér vel á stefnumótum. Langtímamarkmiðið var að vera í föstu langtímasambandi. Hvort tveggja virkaði vel fyrir mig og getur gangnast þér á sama hátt þegar þú byrjar þína vegferð.
- Hættu að búa þér til afsakanir til þess að fara ekki á stefnumót. Ég heyri konur segja: „Nú er ekki rétti tíminn“ eða þær telja sig þurfa að losna við 5 kíló áður en þær geta svo mikið sem hugsað um stefnumót. Þessi hugsanagangur orsakast af ótta. Ef þér líður svona er best að taka mjög lítil skref og láta nægja að kíkja aðeins á eina stefnumótasíðu á netinu. Þegar þú hefur tekið eitt skref og uppskorið einhver viðbrögð er næsta skref mun auðveldara.
- Að skilja tungutak karlmanna. Það að skilja ekki það sem karlmenn segja og heyra gæti verið sú fyrirstaða sem kemur í veg fyrir að þú kynnist góðum manni. Karlmenn eru ekki vanir því að tala um tilfinningar sínar en þeir eru samt mun meiri tilfinningaverur en þig grunar. Þeir vita einfaldlega ekki hvernig á að tjá tilfinningar sínar, þökk sé uppeldi þeirra.
- Hættu að gera allar þessar kröfur um hvað einn maður verður að uppfylla, bara til þess að komast á stefnumót með þér. Það er miklu mikilvægara að finna mann sem fær þig til að hlæja og opna þig heldur en að finna mann sem er yfir 180 cm á hæð.
- Farðu út úr þægindahringnum og farðu á stefnumót með mönnum sem falla ekki að þinni venjulegu manngerð. Sú manngerð hefur jú hingað til . . . LESA MEIRA
Tengdar fréttir