Það er og mun alltaf verða til fullt af fólki sem er tilbúið að draga úr okkur – hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þess vegna er svo mikilvægt að standa með sjálfum sér.
Ef þig dreymir um að gera eitthvað… láttu þá draumana rætast. Ekki sitja og bíða eftir að þeir banki upp á hjá þér. Því það á aldrei eftir að gerast!
Þú getur laðað til þín góða hluti og öll getum við gert það sem okkur langar til svo framarlega sem líkamleg og andleg heilsa leyfir. En byrjaðu á því að sýna þakklæti fyrir að fá að vera lifandi í þessari skemmtilegu veröld þar sem undrin gerast á hverjum degi.
Þakkaðu fyrir fjölskyldu þína, vini þína, að eiga heimili, að fá að taka þátt í lífinu, að búa í friðsælu landi og svo framvegis. Ekki taka þessu sem sjálfsögðum hlut því margir hafa ekkert af þessu.
Ekki vera sá/sú sem sér alltaf slæmu hliðarnar á öllu. Reyndu að sjá það góða við allar aðstæður – alveg sama hvað gengur á í lífi þínu. Laðaðu til þín jákvæðar hugsanir því þær fleyta þér svo miklu lengra í lífinu en þær neikvæðu.
Ekki hugsa hvað ef, eða ég get ekki og vil ekki. Vertu opin/n fyrir tækifærum og öllu nýju. Það er í raun fátt sem er svo erfitt og óyfirstíganlegt að þú getir það ekki á endanum.
Ef þú hefur ekki trú á sjálfum þér geturðu ekki ætlast til þess að aðrir hafi trú á þér. Stattu með sjálfri/sjálfum þér!
Láttu drauma þína rætast – en það er mjög gott að eiga fleiri en einn draum. Allt sem þú þarfnast fyrir draumana er einhvers staðar þarna úti, þú þarft bara að bera þig eftir því. Og stundum þarf líka að taka áhættu.
Að hlusta á hjartað er mikilvægt í því að laða til sín það góða. Ekki láta aðra . . . LESA MEIRA