Það vakti ekki litla athygli þegar fyrirtækið Kerecis hóf að framleiða roð vestur á Ísafirði, sem græðir sár og styrkir líkamsvefi. Það er nú orðið verðmæt útflutningsvara og meira en 10 þúsund sjúklingar hafa verið meðhöndlaðir með sáraroði fyrirtækisins á undanförnum árum. Kerecis hefur hlotið fjölda viðurkenninga, til dæmis Vaxtasprotann á síðasta ári og nú nýlega verðlaun Samtaka iðnaðaris fyrir frumkvöðlastarf.
Kerecis framleiðir nú ferns konar krem til viðbótar við vefjaviðgerðarefnið /roðið, sem eiga það sameiginlegt að innihalda omega fitusýrur. Baldur Tumi segir að omegafitusýrur hafi lengi verið notaðar í krem, en það hafi verið vandamál að þær vilji gefa frá sér lykt. „Við höfum tekist á við það með þokkalegum árangri“ segir hann. Mýkjandi efni í mismunandi styrk eru síðan blönduð omegafitusýrunum og úr verða mismunandi krem. Yfirheiti þessara fjögurra kremtegunda er Maricell, en kremin eru eftirfarandi.
Xma. Þetta er eins og heitið bendir til, þykkt krem til að bera á exem. Í því er virka efnið omegafitusýrur. Það er ætlað fyrir mjög viðkvæma rauða og bólgna húð.
Psoria, er með svolitlu mýkjandi efni, til viðbótar við omegafitusýrurnar og er notað við psoriasis eða sóra eins og sjúkdómurinn er einnig kallaður. Það eru til margar aðferðir við meðferð psoriasis, en þetta krem Psoria, getur minnkað einkenni exemsins um 70-80%, en einkennin hafa mikil áhrif á útlit sjúklinga. Baldur segir að kremið mildi áhrifin mjög mikið og mörgum þykir þægilegt að nota krem sem eru ekki með sterum.
Footguard, er kremið sem Kerecis þróaði fyrst. Þeir félagar voru búnir að þróa vörur til að meðhöndla sár og vildu nota sérfræðiþekkingu sína til að bjóða sykursýkissjúklingum fyrirbyggjandi meðferð gegn fótasárum. Lunginn af öllum sykursýkissárum myndast á fótum. „Það koma sprungur sem verða að stóru sári“ segir Baldur en þeir hjá Kerecis gerðu krem úr . . . LESA MEIRA