Það er aldrei of seint að gera eitthvað í málum sem liggja þungt á manni. Það er undir þér komið að taka ákvarðanir og styrkur ásamt trú um hvernig best er að snúa sér í málinu kemur innanfrá og byggir á eigin þekkingu og gildum í lífinu. Það sem þarf er traust á sjálfum sér og sínum tilfinningum og kjark til að vera sjálfum sér samkvæmur en það getur dregið úr álagi og uppsöfnun á streitu.
Á vef Harvard Háskóla má finna rannsóknarniðurstöður og handhægar leiðbeiningar um hvernig er hægt að gera breytingar varðandi ákveðna áhættuþætti (hér er gefið dæmi um streitu) og forvarnir sem hafa hjálpað fólki að vinna með sín vandamál, t.d. streitu, bæta svefn og auka vellíðan með bættum lífsháttum.
Mikil streita getur leitt til andlegra og líkamlegra einkenna sem geta verið nokkuð persónubundin en algeng einkenni eru t.d.:
• höfuðverkur
• bakverkur
• svefntruflanir
• þreyta
• kvíði
• áhyggjur
• vera útbrunninn
• lítil framleiðni
• sinnuleysi, doði
Hér eru nokkur dæmi til að draga úr streitu:
til dæmis:
• daglegir erfiðleikar og umhverfisáhrif
• breytingar eða álag tengt æviskeiði
• vinnumissir, vinnuframi, eða vinnutengt álag
• fjármálin
• álag í hjónabandi eða sambúð
• ágreiningur milli manna eða í fjölskyldunni
• óöryggi eða innri ágreiningur, vanlíðan og veikindi
Ameríska sálfræðifélagið er með sjálfspróf um streitu á sinni heimasíðu ef þú vilt kanna þekkingu þína á þessu fyrirbæri er um að gera að skella sér á vefsvæðið:
http://www.apa.org/helpcenter/stress-smarts.aspx
heimild: heil.is