Rannsóknir hafa sýnt að fullorðnir sem drekka í litlu magni eða í hófi, hvítvín og rauðvín, bjór, og sterk vín eru í minni hættu að þróa með sér hjarta og æðasjúkdóma en þeir sem drekka yfir höfuð ekki eða drekka mikið.
Lítil eða hófsöm notkun á áfengi þýðir að viðkomandi drekkur 2-7 drykki á viku. Meiri drykkja getur valdið skaða á hjarta og lifur og hjartasjúkdómar eru leiðandi orsök dauða hjá fólki sem misnotar áfengi.
Hér er að nokkrar ástæður þess að hófsöm neysla áfengis getur hjálpað hjartanu:
Það er þó fín lína á milli heilbrigðrar neyslu og áhættusamrar neyslu og sem dæmi má nefna að hjartasláttartruflanir eru algengur fylgifiskur of mikillar áfengisneyslu. Það er ekki mælt með því að þú byrjir að neyta áfengis eða neyta þess oftar, bara til að minnka áhættuna á hjartasjúkdómum.
Amerísku hjartasamtökin og margir aðrir sérfræðingar segja að það séu margar árangursíkari leiðir til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma og þar á meðal:
Það er miklu fleiri vísindalegar sannanir sem styðja þessar reyndu og sönnu aðferðir frekar en að beina því til fólks að drekka áfengi í hóflegu magni.
Allir sem hafa hjartasjúkdóm eða hjartabilun nú þegar ættu að tala við lækninn áður en þeir ákveða að drekka áfengi. Áfengi getur haft áhrif á hjartabilun og önnur hjartavandamál til hins verra.
Niðurstaða:
Ef þú drekkur ekki skaltu ekki byrja að drekka bara til að vernda hjartað, heilbrigða lífernið er betra.
Heimild: hjartalif.is