Vöxtur barna er mishraður. Til tveggja ára aldurs vaxa börn hratt, en svo hægir á vextinum fram að kynþroska. Á þessum árum vaxa drengir og stúlkur á svipuðum hraða. Kynþroski byrjar venjulega hjá stúlkum við 11-12 ára aldur. Hjá drengjum brýst hann venjulega aðeins síðar fram eða þegar þeir eru á 14. ári.Hvernig er fylgst með því að vöxtur barna sé eðlilegur?Til að fylgjast með því að barn vaxi eðlilega eru notaðar vaxtartöflur og vaxtarlínurit, sem sýna eðlilega stærð barna á hverju aldursskeiði. Vaxtarlínuritið er byggt á vaxtarmælingum á börnum áratugi aftur í tímann (ekki eru notaðar sömu töflur fyrir drengi og stúlkur).Um 95% barna er af „eðlilegri“ stærð. Þau 5% sem eru minni eða stærri eru þá annað hvort ofan eða neðan við það sem telst eðlilegt.Með því að mæla þyngd, lengd og höfuðummál og setja inn á vaxtarlínurit frá fæðingu má fylgjast með því hvort barnið stækkar og þroskast eðlilega.
Það skiptir ekki höfuðmáli að barn fylgi meðalkúrvunni heldur að það fylgi sinni vaxtarlínu því erfðaeiginleikar barna valda því að þau eru misstór að upplagi. Börn sem eiga hávaxna foreldra geta verið fullkomlega eðlileg þó þau liggi fyrir ofan meðaltalið og hið sama má segja um þau sem eiga lágvaxna foreldra. Bestu upplýsingarnar fást með endurteknum mælingum á vexti barnsins þannig að eigin samanburður fáist. Eigin vaxtarlína er miklu þýðingarmeiri en samanburður við aðra.
Þyngd:
Hæð:
Ekki er óalgengt að heilbrigð börn tapi þyngd í veikindum. Þegar þau verða aftur hraust þyngjast þau hins vegar hratt aftur þar til fyrri þyngdarlínu er náð. Nýburar sem vaxið hafa of lítið í móðurkviði vaxa hlutfallslega meira en önnur börn fyrst eftir fæðinguna þar til þau hafa náð sinni eðlilegu vaxtarkúrvu.
Fyrirburar fylgja oft raunaldri sínum en rétt er þó að miða við þann dag sem þau hefðu með réttu átt að fæðast. Þess vegna er rétt að draga þær vikur sem vantaði upp á meðgönguna frá þegar lagt er mat á vaxtarhraða fyrirbura. Slíka „leiðréttingu“ þarf yfirleitt að gera þar til barnið hefur náð tveggja ára aldri.
Líkamlegur þroski og kynþroski er að hluta til arfbundinn. Því er mynstur foreldra og barna þeirra oft svipað. Hafi tíðablæðingar móður stúlku byrjað snemma er ekki ólíklegt að þær geri það einnig hjá dótturinni. Eins er líklegt að kynþroski sonar sé líkur því sem hann var hjá föður hans. Því fyrr sem kynþroska er náð því fyrr hættir lengdarvöxturinn. Því er ekki óalgengt að þau börn sem taka fyrr út kynþroska séu stór miðað við jafnaldra sína en þegar á fullorðinsárin kemur eru þau etv. lægri.
Með því að taka röntgenmynd af vinstri hönd og úlnlið er hægt að ákvarða beinaldur. Ef beinaldur er á undan eða eftir raunaldri barnsins getur það bent til að um vaxtartruflanir sé að ræða. Ef niðurstöður rannsókna leiða grun að því að sjúkdómur sé undirliggjandi er barninu vísað til barnalæknis til frekara mats og meðferðar ef þörf er á.
Af vef doktor.is