Þessa dagana er 144. löggjafarþing að hefjast og mikið að gera. Mælt var fyrir fjárlagafrumvarpi fyrir 2015 á þinginu fyrr í vikunni.
“Það eru því miklar annir hjá þingmönnum þessa stundina og gaman að vera komin aftur í þingsalinn. “
“Ég var sem kunnugt er kosin á þing í apríl 2013 fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi og er því annar veturinn minn að hefjast sem þingmaður og mér líkar þingmannsstarfið mjög vel og finn mig vel í nýja hlutverkinu.”
Hvernig eru hefðbundir morgnar á þínu heimili?
Ég vakna milli sjö og átta og nota tímann til að vinna svolítið heima áður en ég fer niður á þing.
Spáir þú í hollustu þegar þú ferð út í búð að versla í matinn?
Já svo sannarlega. Ég hugsa um hollustu hverrar einustu vöru. Þetta hefur breyst mjög hjá mér á undanförnum árum.
Tekur þú nesti með þér í vinnuna?
Nei ég gera það yfirleitt ekki.
Uppáhalds millibiti yfir daginn?
Ristað brauð með osti.
Hvað gerir þú til að halda þér í formi, líkamlega og andlega?
Ég geng mjög mikið. Ég á hund og það togar mig af stað. Mér finnst það bæði hafa áhrif á líkamlega og andlega formið. Svo þegar snjórinn kemur þá förum við mikið á gönguskíði sem er afar holl og góð hreyfing.
Ef þú værir að fara í frí núna, hvert myndir þú vilja fara?
Á skíði. Ég elska að renna mér á skíðum.
Nefndu þrjá uppáhalds hluti sem þú getur ekki verið án?
Vatn og tölvan mín, þá er ég fín.
Ef þú ættir að gefa gott ráð til hóps af fólki, hvaða ráð væri það?
Hreyfa sig reglulega, helst stunda útiveru. Hugsa um það sem þú lætur ofan í þig. Forðast sætindi. Stilla kaffidrykkju í hóf. Sofa nóg. Vera jákvæður og gefandi og lifa í núinu (reyna). Fortíðin er liðin og framtíðin er ekki komin, svo það er algerlega ólógískt á vera þar. En ef maður skoðar hugann þá kemst maður að því að mjög mikið af tímanum/hugarorkunni fer í að dvelja í fortíðinni eða framtíðinni. Þannig að þetta er auðveldara sagt en gert.