Ég er rétt rúmlega hálfnaður með BS í viðskiptafræði frá háskólanum á Bifröst og er að fara í kúrs í vetur í Stjórnun og samvinnu í ferðamálum, einnig á Bifröst.“
Hvenær byrjaðir þú að taka Collagen duftið ?
Ég byrjaði að taka Collagen duftið fyrir rétt um 3 mánuðum, hafði lesið mér mjög mikið til um áhrif Collagen á líkamann og vildi prófa. Þetta hefur virkað alveg frábærlega á mig og ég hugsa að langtímaáhrifin eigi eftir að vera ennþá betri þegar fram líða stundir.
Hefur þú fundið mikinn mun á þér eftir að þú fórst að taka duftið?
Mér finnst auðveldara að jafna mig eftir átök sem er mjög mikilvægt í fótboltanum. Einnig er þetta fyrsta sumarið þar sem ég er meiðslafrír að mestu leiti í langan tíma. Það hjálpaði við val á duftinu að þetta er íslensk framleiðsla og þar af leiðandi kemur ákveðinn gæðastimpill á þetta að mínu mati.
Hversu oft yfir daginn tekur þú Collagen duft og í hvernig drykki ertu að blanda það?
Duftið er best að taka inn á morgnana á fastandi maga og því hef ég verið að blanda því út í morgunsjeikinn minn. Það er bragðlaust og passar því mjög vel í alla sjeika.
Myndir þú mæla með þessu fyrir aðra sem eru að stunda íþróttir?
Ég myndi hiklaust mæla með þessu fyrir alla, hvort sem er íþróttafólk eða venjulega vinnandi manninn og konuna, því upptök Collagens í líkamanum hefur ótrúlega góð áhrif á alla. Fyrir vöðva, liði og svo strekkir þetta einnig húðina.