“Ég er trúlofaður frábærri manneskju sem heitir Karen Ýr Lárusdóttir og saman eigum við Heiðu Dögg sem verður 7 ára í nóvember og Helenu Rut sem fæddist í 19. janúar á þessu ári. Við búum í Kópavoginum og höfum það bara nokkuð gott þar. Erum með frábært útsýni yfir uppeldisbæinn Garðabæ.“
Þú syntir í sólarhring, hvað var erfiðast?
„Sólarhringssundið var að mestu leiti nokkuð þægilegt enda undirbúningur langur og góður. Erfiðasti tíminn var á milli 14 og 16 á föstudeginum en það var einfaldlega vegna þess að það var svo gríðarlega fámennt í lauginni að mér fannst ég pínu einn á ferð. Svo kom ákveðinn tímapunktur um nóttina þar sem mér leið illa í líkamanum, var mjög máttlaus, fékk tak í bakið og var heilt yfir stífur í líkamanum. En ég var með svo frábært fólk í kringum mig þau tóku sig til og teygðu á mér og félagi minn brakaði í bakinu á mér þannig að mér leið strax mun betur.“
Hefur þú í huga að gera þetta aftur?
„Ég get ekki sagt að ég ætli mér að gera ÞETTA aftur en ég er með ákveðin markmið fyrir sjálfan mig fyrir 35 ára afmælið, fyrst var það að synda þessa 24 tíma til góðs og ná 60km og það náðist 100%. Næsta markmið er að æfa stíft og keppa á íslandsmeistaramótinu í sundi í nóvember og bæta þar mína gömlu tíma frá því fyrir 13-14 árum síðan. Það verður gríðarlega erfitt en ég mun ná því. Á næsta ári þá stefni ég að því að keppa í ólympískri þríþraut og fara í fallhlífastökk... að lokum ætla ég svo að halda upp á 35 ára afmælið og hafa gaman af en ég náði ekki að halda upp á 30 ára afmælið þar sem ég bjó út í Kanada þegar það var.“
Hvernig hagaðir þú þínum undirbúningi síðustu dagana fyrir sundið og hvað flaug í gegnum hugann?
„Fyrir sundið hafði ég verið að æfa 3 - 4 sinni í viku í lauginni, 2 - 3 tækni æfingar og svo var yfirleitt langt sund um helgi. Síðustu 3 vikurnar fyrir sundið voru mjög rólegar, fyrst og fremst að hvíla mig fyrir átökin, næra mig vel og vinna í andlega þættinum. Ég vissi að þetta yrði fyrst og fremst erfitt andlega og það tókst bara virkilega vel að vinna í því enda leiddist mér eiginlega aldrei, það var svo mikið af frábæru fólki í kringum mig meira og minna allan tíman. Var með frábæran stuðning frá fjölskyldunni sem var allan tíman á bakkanum að passa upp á næringuna og telja ferðirnar. Einnig var bara svo mikið af fólki sem kom að synda með mér að það var aldrei tími til þess að láta sér leiðast nema þarna þegar ég var að mestu einn í lauginni á föstudeginum en það var svo stuttur tími að ég hugsa ekkert út í það.“
Hverjir voru þínir styrktar aðilar?
„Ég var með frábært styrktarnet í kringum mig. Fríða Rún Þórðardóttir setti náttúrulega upp skothelt næringaplan fyrir mig og á ég henni gríðarlega mikið að þakkan enda kom til að mynda aldrei krampi eða neitt svoleiðis í sundinu. Ölgerðin styrkti mig gríðarlega vel í undirbúningi og sundinu sjálfu með því að gefa mér alveg heilan helling af Gatorade og var það alveg stórkostlegt. Hreysti sá um að gefa mér próteinstangir og annarskonar kolvetnisdrykk þannig að ég var með frábæra blöndu á bakkanum.“
„Aquasport sá um mig varðandi sundfatnað og útbúnað og útveguðu mér æfingafatnað ásamt gleraugum. Og ekki má gleyma Garðabæ, bæjarfélagið sem maður ólst upp í tók mig opnum örumum, gáfu mér fullan aðgang að sundlauginni og gerðu allt fyrir mig sem ég bað um. Kári og Kristján sem sjá um íþróttamannvirkin eru öðlingsdrengir sem máttu þola mig í allan vetur að biðja um eitt og annað sáu til þess að laugin var "mín" á meðan þetta sund var og fengum við óhindraðan aðgang að öllu í húsinu.“
„Heilsutorg kynnti sundið virkilega vel og fylgdist með undirbúningi og sundinu sjálfu. Svo má ekki gleyma Líf styrktarfélagi sem sá um viðburðinn sem slíkan. Þau hafa verið mér innan handar í öllu og stundum var ég pínu óþoinmóður og vona ég að þau fyrirgefi mér það... Þetta er viðburður sem við getum byggt ofan á og vonandi náum við að gera þetta að alvöru viðburði á hverju ári og þannig komið þjóðinni á flot. Síðast en ekki síst þá voru mínir stærstu styrktaraðilar fjölskyldan mín, konan mín að vera svona þolinmóð við mig að leyfa mér að vera í burtu mikið um helgar og æfa svona mikið á meðan hún sá um allt á heimilinu og um fjölskylduna. Foreldrar mínir og bræður fyrir að hafa 100% trú á mér og standa á bakkanum alla 24 tímana, sáu til þess að ég var alltaf jákvæður og ákveðinni í því að klára þetta. Allt þetta fólk á hrós skilið og vonandi get ég þakkað enn betur fyrir mig.“
Ef þú værir beðinn um að gefa eitt gott ráð til hóps af fólki, hvaða ráð væri það?
„EF ég ætti að gefa einhver ráð þá myndi ég segja að það er gríðarlega mikilvægt að setja sér markmið og vinna markvisst að þeim. Ekki setja þau of auðveld en ekki tapa sér heldur alveg, sérstaklega ekki ef það er stutt í daginn. Við getum allt sem við viljum. Maður þarf bara að hafa trú á sjálfum sér og vita að maður getur náð því sem maður setur sér.
Hitt væri að fá aðstoð, tala við fagaðila. Það er nóg af fólki þarna úti sem hefur þekkingu sem maður hefur ekki sjálfur.“
„Ég er alltaf til í að aðstoða fólk við að setja sér markmið og vinna að því. Ég get sýnt fólki leiðina en fólkið þarf sjálft að fara í ferðalagið en ég hjálpa því að komast á leiðarenda í minni þjálfun.“
Hérna er síðan hans Guðmundar : www.meistarathjalfun.is