Gunnar Andri Þórisson er fyrirlesari og eigandi Söluskóla Gunnars Andra ( www.sga.is ) . Hann er einn af meðhöfundum bókarinnar Against the Grain sem komst inn á metsölulista Amazon.com nú nýverið, en aðalmaðurinn á bak við bókina er enginn annar en bandaríski fyrirlesarinn Brian Tracy.
Hvernig byrjar þú hefðbundin dag og hvað er í morgunmat ?
Ég byrja á því að fá mér Vemma shake ( healthy weight solution ) og súkkulaði er í uppáhaldi en Vemma er eiginlega eini svona shake-inn sem mér finnst drekkandi en hann fæst bara í MLM eða svona maður á mann og ég get bent þér á mann sem þekkir mann sem þekkir mann sem myndi græja þetta fyrir þig.
Allavega þegar ég er búinn að skola þessum svaka fína drykk ofan í mig. þá les ég eitthvað fræðandi og uppbyggjandi í nokkrar mínútur svo fer ég í tölvuna opna e-mail og byrja að svara þeim sem hafa sent á mig fyrirspurnir og til að hafa athyglina í lagi þá drekk ég eðal kaffi sem er líka selt svona maður fram að manni og ég þekki líka mann sem þekkir mann sem þekkir mann sem gæti redda því ef þú vilt.
Er eitthvað sem þú átt alltaf til í ísskápnum?
Til að vera allveg hreinskilinn þá á ég alltaf eitthvað áfeng,i hvort sem það er hvítvín eða kampavín, enda er það í lagi þetta er nú einu sinni landbúnaðar vara ekki satt? En ég ætla að bæta mig í að eiga ávexti í ísskápnum sem eru ekki bara í fljótandi formi.
Nefndu mér þrjá hluti sem þú gætir ekki verið án?
Veit ekki allveg, en ég held að ég vilji það sama og flestir og það eru þessi 3 atriði hamingja, heilsa, fjárhagslegt frelsi og þau tengjast 3 grundvalar markmiðanum okkar sem ég fer inn á á námskeiðinu BEINT Í MARK.
Hvernig leggst skammdegið í þig ?
Ég verð að viðurkenna það að skammdegið hefur aldrei verið leiðinnlegra en þetta árið að mínu mati en þar spilar líka inn í þetta hvað mér hefur fundist þungt yfir fólki og þá sértaklega þeim sem náðu ekkert að komast í sólina erlendis eða hér heima en það fór ekki mikið fyrir henni eins og flestir muna ( sumarið sem aldrei kom ).
Hvernig myndir þú útskýra ástina ?
Þú verður að byrja á því að læra að elska sjálfan þig svo þú getir gefið öðrum ást enda er ekki hægt að gefa eitthvað sem þú átt ekki og ef þú gerir það þá færðu oftast ást til baka. Ást getur verið meðvituð ákvörðun.
Þú klárlega hjálpar ekki neinum óhamingjusömum með því að vera einn af þeim óhamingjusömu ekki frekar enn eins og Abraham Lincoln sagði "þú hjálpar ekki fátækum með því að vera einn af þeim"
Ást er líka hugarástand og svo merkileg upplifun vegna þess að hún magnast upp við það að deila henni með öðrum.
Hversu oft í viku æfir þú og hvernig æfingar ertu að gera?
Ég æfi hugann á hverjum degi með því að lesa daglega og eins og amma kenndi mér, þá þarftu að nota hausinn ef þú villt vera með hann í lagi. Mín helsta hreyfing er göngutúrar um 101 Reykjavík, en ég geng helst allt sem ég mögulega get og það má segja að ég rölti örugglega nokkuð góðan spotta á hverjum degi en ég hef alltaf labbað þó nokkuð mikið enda átti ég tvo Papillon hunda í rúmlega 14 ár.
Passar þú upp á að hreyfa þig vel þegar þú ert að ferðast ?
Nei ég hef ekki gert það, öðruvís en að labba töluvert sé ég mig ekki allveg mæta í líkamsrækt á hótelum erlendis en hver veit.
Áttu ráð fyrir strákana sem eru myglaðir á morgnana ?
Skil ekki allveg spurninguna þar sem ég held að stelpur geti verið jafn myglaðar en okei Þetta snýst nú allt um viðhorf eins og svo margt annað en til að byrja með þá er leiðinlegt orðið yfir vekjaraklukku á ensku en það er alarm clock eins og það sé einhver hætta á ferðum.
Vekjaraklukkan ætti frekar að heita opportunities clock því hver dagur er tækifæri og alls ekki sjálfsagður þannig að það er það fyrsta að hugsa YES nýr dagur svo mæli ég með að næra hugann með því að lesa eitthvað fræðandi í byrjun dags, þarf ekki nema nokkrar mínútur og borða hollt og hreyfa sig.
Kaffi eða Te ?
Það er ekki flókið að svara þessu, KAFFI en það hefur verið gert grín að mér hvað ég sé mikill kaffi kall og ég var vanur að reykja líka en ég hætti því með aðferðafræðinni sem ég kenni á námskeiðinu BEINT Í MARK.
Ef þú værir beðin um að gefa eitt gott ráð til hóps af fólki, hvaða ráð væri það?
Hum eitt gott ráð? Flestir kunna ekki almennilega að setja sér markmið og ná þeim og þess vegna svara ég þessu svona: Komdu á nýja námskeið mitt BEINT Í MARK og þú færð það endurgreitt ef þér finnst það ekki hverrar krónu virði eftir 30 til 60 mínútur. Er það ekki sanngjarnt?
Og að lokum, mitt mottó er : "Okkar sameiginlega markmið er að þér gangi vel"
HÉR getur þú kíkt á síðuna hans Gunnars Andra.