Guðrún nam fótaaðgerð við Norsk Fotterapeutskole í Kristiansand í Noregi og lauk því námi sumarið 2002. Hún opnaði sína fyrstu stofu í Listhúsinu í Laugardal haustið 2002.
Í Búðagerði 10-12, 108 Reykjavík. Þetta er lítill götustubbur við hornið á Breiðagerði, sem margir þekkja. Mjög svo miðsvæðis á stór-Reykjavíkursvæðinu. Hægt er að panta tíma í síma 553-3503 og einnig er ég með heimasíðu með ýmsum upplýsingum: www.friskarifaetur.is
Í fyrsta lagi almennar fótaaðgerðir fyrir alla, en þær fela í sér ítarlega meðferð á húð og nöglum, sem og meðferð á t.d. líkþornum, inn- og niðurgrónum nöglum, sveppanöglum og vörtum. Einnig eru upplýsingar og ráðgjöf stór þáttur í meðferðinni - og um leið getur hún haft fyrirbyggjandi áhrif, sem er mikilvægt.
Svo má nefna ýmis konar hlífðarmeðferðir við sérstökum vandamálum. Og einnig hef ég menntun í fót- og göngugreiningu og innleggjagerð.
Það er afar misjafnt, sumir þurfa að koma á sex vikna fresti og aðrir kannski á tveggja til fjögurra mánaða fresti...
En eitt er víst: allir ættu að koma í fótaaðgerð tvisvar á ári, rétt eins og til tannlæknisins - þó ekki væri nema í fyrirbyggjandi tilgangi. Því samkvæmt reynslu gerist það óhemju oft að fólk sem telur sig vera með heilbrigða fætur, er með minni- eða jafnvel meiriháttar vandamál, sem oft er hægt að vinna bug á eða bæta til muna ef brugðist er við nógu snemma. Stundum vísum við líka á annað heilbrigðisstarfsfólk, ef með þarf.
Það er langur vegur á milli fótsnyrtingar og fótaaðgerðar eðli sínu samkvæmt. En það er rétt að þessum tveimur faggreinum er því miður mjög mikið ruglað saman, af einhverjum ástæðum.
Fótaaðgerð er heilbrigðisfag og fótaaðgerðafræðingar þeir einu sem menntaðir eru í fótameðferðum, fótavandamálum og sjúkdómum ýmiss konar, tengdum fótum. Þar má nefna t.d. sykursýki, gigtarsjúkdóma, psoriasis og hjarta- og æðasjúkdóma.
Fólk með þessi vandamál ættu því eingöngu að sækja fótameðferð hjá fótaaðgerðafræðingum.
En þessi ruglingur á faggreinunum veldur því líka gjarnan að fólk, sem telur sig vera með vandamálalausa fætur, finnst það ekki eiga erindi á fótaaðgerðastofu og fer þá á snyrtistofu, því það heldur að við fáumst eingöngu við fótavandamál.
Ruglingurinn eða misskilningurinn verður þannig oft til þess að ýmis minni vandamál, sem margir eru ómeðvitaðir um, uppgötvast ekki fyrr en þau eru orðin stór og erfið. Þannig hefur viðkomandi farið á mis við fyrirbyggjandi þáttinn í starfi okkar - sem vel að merkja myndi virka ef fólk kæmi t.d. tvisvar á ári. Sá sem kemur hins vegar reglulega í fótaaðgerð þarf ekki að hafa áhyggjur af að sígild vandamál og óþægindi nái sér á strik, eins og t.d. naglavandamál, líkþorn, vörtur, sigg, sprungnir hælar eða sveppasýking í húð og nöglum.
Og svo síðast en ekki síst skal nefna vandamál varðandi áunnar skekkjur í fótum, eins og til að mynda tábergssig, sem er mjög algengt og í raun oft aðeins byrjun á viðameira skekkjuferli ef erfðaþáttur er stór. All nokkrir fótaaðgerðafræðingar hafa menntun á þessu sviði og geta því greint skekkjur og jafnvel leiðrétt þær með innleggjum, eða þá vísað á aðra sérfræðinga.
Já, þar eð stofan mín er á svokölluðum "almennum markaði" þá hafa mínir viðskiptavinir verið allt frá 2ja ára til 95 ára. En stærsti hópurinn er trúlega milli 30-70 ára.
Ég myndi ráðleggja öllum sem vilja láta taka fætur sína ærlega í gegn, að leita til fótaaðgerðafræðings. Jafnvel þó þeir telji að engin vandamál séu til staðar. Fyrst og fremst fá þeir þar faglega og ítarlega fótameðferð og að auki upplýsingar og ráðgjöf um það sem að er eða þá hvað betur mætti fara.
Og umfram allt er mikilvægt að mæta minnst tvisvar á ári.
Þó ekki væri nema í fyrirbyggjandi tilgangi. Því við höfum jú aðeins eitt "sett" af fótum fyrir allt lífið!!
Ef hins vegar óskað er eftir aðeins naglaklippingu og naglalökkun á tánöglum, eða ef fjarlægja þarf hár á fótleggjum, þá skal vissulega leita á snyrtistofu.