Fjóla er 52.ára og starfandi einkaþjálfari og þolfimikennari á Fáskrúðsfirði.
„Ég hef búið hér í rúm 2 ár, er fædd og uppalin á næsta firði, Stöðvarfirði, þar sem ég bjó til ársins 2000 en flutti í Kópavoginn og starfaði hjá Baðhúsinu, Þrekhúsinu, rak líkamsrækt ásamt fleirum í Mecca Spa um skeið og starfaði hjá Detoxhótelinu.
„Þegar ég flutti hingað austur á ný sá ég fljótlega tækifæri allt um kring, í heilsurækt s.s þolfimi í vatni, þar sem lítil hentug laug er hér og hún hefur sannarlega tekist, útileikfimi snemma í bítið, einkaþjálfun úti þar sem bekkir, steinar og fleira koma sér vel.“
„Ég var með krakkafitness einn vetur, leikfimi með boltum og fleira skemmtilegt eins og t.d eldri borgaraleikfimi.“
„Þegar franska þorpið var í byggingu ákvað ég að koma á heilsuhelgum þegar það yrði tilbúið og er nú að vinna að því . Fosshótel opnaði hér í endurbyggðum gömlum frönskum spítala sem er hreinlega algjör snilld.“
Ástæðan fyrir heilsuhelgi er að hér er fegurðin innan fjallahrings svo mikil, bæði andleg og líkamleg upplifun og gönguleiðir frábærar, sundlaugin er til staðar, fyrirlestrarsalur í gömlu uppgerðu verslunarhúsi, hann er alveg yndislegur og þar í sama húsi er Gallerí Kolfreyja sem er handverkshópur 40 aðila hér, ég skellti mér í að prjóna og er með í hópnum.
Það er svo mikið um að fólk hér ástundi hreyfingu að það er eftirtektarvert.
Allir geta bókað sig á heilsuhelgina sem er frá 5.-7.sept og kostar alls 39.900 kr. Það er mikilvægt að bóka sig hjá mér fyrir 4.ágúst og allar uppl er hægt að nálgast hjá mér.
HÉR finnur þú Facebook síðu Fjólu.
Innifalið í verðinu er gisting á Fosshóteli, fullt fæði alla helgina, fyrirlestrar, jóga, markmiðasetning, leikfimi á bryggju, leikfimi í sal með tónlist og dilli, gönguferðir, vatnsleikfimi og fleira.
Það verður lögð áhersla á heilbrigðann lífsstíl og hlusta á eigin líkama og sál. Hreyfing verður miðuð að getu hvers og eins.
Síðasta daginn eftir vatnsleikfimi verður boðið uppá súpu og létta rétti sem eldri borgarar veita hópnum og eru þær veitingar frá FRÁ FJALLI TIL FJÖRU. Þar er lögð áhersla á að nýta sem flest allt úr náttúrunni hér, kartöflur, fjallagrös, rófur og fisk.
Á kvöldvökunni við arineldinn verður Sipp og Hoj að spila en það eru hressar konur sem spila á gítara og syngja eins og englar. Þær eru allar úr firðinum fallega. Þær segja einnig skemmtilegar sögur frá Fáskrúðsfirði.