“Ég er gift Herði Má Gestssyni en við byrjuðum að vera saman í grunnskóla og giftum okkur þegar við vorum 21.árs. Saman eigum við 3 börn, Loka 12 ára, Æsu 6 ára og Þór 4ja ára. Við búum í Mosfellsbænum og það búa einnig syktkini okkar og foreldrar.”
Ég skráði mig í Biggest Loser af því að ég er aðdáandi bandarísku þáttanna, en hef líka horft á áströlsku og skandinavísku útgáfurnar. Ég var alveg viss um að ef ég færi í svona prógramm að þá ætti ég eftir að standa mig vel því eins og ég sagði í umsókninni minni í þáttinn að þá hef ég keppnisskap á við 10 manns og það hlýtur að koma sé vel í svona þætti þar sem allt snýst um keppnir og hver léttist mest.
Ég var þyngst í apríl 2013 en þá var ég 137.5 kg.
Já þyngdin hefur alltaf verið vandamál hjá mér, ég var þybbinn krakki enda mjög dugleg að borða og aldrei matvönd. Ég var um 85 kg þegar ég fermdist en léttist aðeins eftir fermingu. Ég missti svo öll tök á þyngdinni eftir að við Hörður fórum að búa saman um tvítugt og ég hætti að hreyfa mig á tímabili. Þá fór allt til fjandans.
Eftir að þáttunum lauk þá hef ég verið að reyna að finna jafnvægi bæði í mataræði og hreyfingu. Ég var í gífurlega stífu prógrammi fram að loka þættinum og það var frekar erfitt fyrst að finna út hvað ég mætti borða eftir að þáttunum lauk án þess að þyngjast. Ég held mig að mestu við sama fæðið en leyfi mér aðeins meira en ég gerði áður. Ég er t.d. með einn dag í viku þar sem ég fæ mér það sem mig langar í, en trúið mér ég er ekki lengur að detta í neitt svaka sukk og svínarí.
Ég held áfram að hreyfa mig á fullu, því fæ ég aldrei nóg af. Ég er að hlaupa dáldið þessa dagana. ÉG ætla mér að hlaupa hálft maraþon í ágúst. Mér finnst líka gaman að labba á fjöll og ætla að ganga Fimmvörðuhálsinn í fyrsta skipti eftir 2 vikur. Maður verður að nota sumarið til að hreyfa sig úti. Ég var sko alveg komin með nóg af því að hanga inni á æfingum alla daga. Ég mæti þó enn nokkrum sinnum í viku á lyftingaæfingar, þær er betra að taka á stöð. Svo hjóla ég í vinnuna, 12.7 km hvora leið. Það er fín brennsla fyrir mig með öllu hinu.
Ég búin að vera aðstoðarþjálfari í Hreyfingu á lokuðu námskeiði sem byrjaði 28. apríl. Það finnst mér æðislega gaman. Ég fer svo í Keili í haust að læra einkaþjálfun því draumurinn er að aðstoða fólk sem er í sömu sporum og ég var í til að breyta um lífstíl.
Ég á alltaf egg, spínat, sætar kartöflur, gulrætur, skyr og harðfisk. Þetta kaupi ég nánast í hverri einustu búðarferð. Enda ómissandi.
Ég verð að komast á æfingu, annars er ég frekar ómöguleg... annars er hrökkbrauð með hnetusmjöri og kotasælu nammi sem ég fæ mér næstum daglega.
Já ég held að mér sé óhætt að segja það að ég hafi smitað þau af heilsu-bakteríunni. Sumir eru reyndar lengur að taka við sér en aðrir en þetta hefur opnað augun hjá mörgum í kringum mig að það er allt hægt. KOMA SVO!
Ekki bíða með að taka af skarið og gera eitthvað í þínum málum. Byrjaðu strax. Þó svo að maður misstígi sig og fari út af sporinu þá er það alls engin ástæða til að hætta og gefast upp. Það gera allir mistök, maður þarf að læra af þeim og halda áfram. HALDA ÁFRAM! Það er það sem skiptir öllu máli. Verið jákvæð og ánægð með ykkur. Það er svo frábært að vera til, njótum þess!