"Ég legg mikið uppúr því að veita viðskiptavinum mínum góða ráðgjöf bæði hvað varðar hárstíl sem hentar viðkomandi og einnig varðandi heilbrigði hársins. Því grunnurinn af flottri klippingu og fallegum lit er heilbrigt hár" sagði Kristján.
Hvernig byrjar þú hefðbundin dag og hvað er í morgunmat ?
Klassísk byrjun á degi er ofnotkun á snooze takkanum fram á seinasta mögulega sjéns til að rísa úr rekkju. Hjá B mönnum eins og mér er sturtan yfirleitt tekin kvöldið áður nema stefnan sé sett á ræktina fyrir vinnu. Svo að maður í mestalagi bleytir aðeins hárið á morgnana og setur það í réttar stellingar, svo er það morgunmatur sem er oft í formi Hámarks eða Hleðslu og drukkinn í bílnum með Gullbylgjuna í bakgrunn. Ef að ræktin er fyrsta verkefni dagsins þá er morgunmaturinn frekar banani eða hafragrautur og svo er hádegismaturinn tekinn vígalegur.
Er eitthvað sem þú átt alltaf til í ísskápnum?
Tilbúnir próteindrykkir er eitthvað sem má ekki klárast hjá mér.
Nefndu mér þrjá hluti sem þú gætir ekki verið án?
Gleraugun, án þeirra myndi ég nánast missa af lífinu. iPhone tryllitækið mitt, án hans myndu allar sekúndur líða eins og mínútur. Bíllinn er ansi mikilvægur líka, að vera án hans yrði eflaust of mikil frelsissvipting.
Hvernig leggst skammdegið í þig ?
Það leggst ekkert sérlega vel í mig, líður alltaf eins og ég sé að vakna í næturflug á morgnana það er svo dimmt og drungalegt. Það er eins og klukkan sé allan sólarhringinn annaðhvort 6 um morguninn eða 11 um kvöldið.
Hvernig myndir þú útskýra ástina ?
Þegar maður man ekki hvernig lífið var áður en viðkomandi manneskja kom inní það, og sér það ekki fyrir sér án hennar.
Hversu oft í viku æfir þú og hvernig æfingar ertu að gera?
Æfi að meðaltali þrisvar í viku í tækjasal, er þá að æfa alla vöðvaflokka nokkuð jafnt og er hjá þjálfara í Reebok Fitness sem heitir Erlendur og er mikill fagmaður. Svo er maður að sprikla í fótbolta 1-2 í viku með félögunum.
Áttu uppáhalds tíma dags ?
Uppáhaldstími dags er líklega um kl 11 á laugardagsmorgnum. Þá er ég á leiðinni í fótbolta, svo er stuttur vinnudagur framundan, enski boltinn og helgarfrí.
Færir þú hjólandi um borgina ef færð leyfði ?
Ég ætla að vera rosalega hreinskilinn og segja líklega ekki. Þá helst vegna tímasparnaðar ekki að ég hafi ekki gaman að því að hjóla.
Kaffi eða Te ?
Kaffið hefur vinninginn eins og staðan er í dag, þó svo að te menningin heilli mig örlítið og mun ég eflaust kynna mér það betur í framtíðinni.
Ef þú værir beðin um að gefa eitt gott ráð til hóps af fólki, hvaða ráð væri það?
Hugsið vel um hárið ykkar, verið dugleg að fara í klippingu og notið góðar hárvörur.
Ef þið viljið fá fagfólk til að sjá um hárið ykkar kíkið á síðu Sjoppunnar.