"Í dag er ég að vinna nánast allar helgar sem plötusnúður í einkasamkvæmum og er í samstarfi við Sigga Hlö, Valla Sport og fleiri í gegnum plotusnudar.is. Einnig hef ég verið að vinna í kringum útvarp í um 20 ár og í dag stjórna ég þættinum BIGMIX á föstudags og laugardagskvöldum á K-100. Aðalvinnan er svo hjá fyrirtækinu Sparnaði sem aðstoðar fólk m.a. við að finna út hvort að það borgi sig að greiða niður lán og þá hvaða lán myndi borga sig að byrja á". sagði Kiddi.
Hvernig byrjar þú hefðbundin dag og hvað er í morgunmat ?
Vakna rétt fyrir kl.06.00, skelli í mig einum svona fyrir æfingu drykk og kem mér svo í CFRvk. Æfingar byrja þar á hálftíma fresti og ég er með alla virka daga kl.06.30, en ég mæti aðeins til að ná smá auka teygjum áður en æfing dagsins hefst. Eftir æfingar fæ ég mér yfirleitt bara ávexti
Er eitthvað sem þú átt alltaf til í ísskápnum?
Létt AB mjölk, ávexti, egg og beikon.
Hvað er það lang skemmtilegasta sem þú gerir ?
Allt sem ég geri er skemmtilegt, bara misskemmtilegt, Ég er að fíla crossfit í ræmur og tilhlökkun að mæta þangað á hverjum virkum degi. Svo er ég að vinna hjá fyrirtæki sem heitir Sparnaður og finnst mér mjög skemmtilegt að vinna þar. Einnig er ég með þátt á útvarpsstöðinni K-100 og er það alveg ofboðlega skemmtilegt sem og að plötusnúðast um helgar og skemmta fólki .. bara allt sem ég geri er skemmtilegt.
Hvernig leggst skammdegið í þig ?
Leggst bara vel í mig, kertaljós í stað sólgleraugna er bara góð tilbreyting.
Borðar þú allan mat eða ertu grænmetisæta ?
Ég borða ekki sykur og hveiti (sterkju).. annars borða ég bara allt.
Hversu oft í viku æfir þú og hvernig æfingar ertu að gera?
Ég er að mæta 5 sinnum í vku, eða alla virka daga og tek þá WOD-ið (æfing dagsins) hjá CFRvk, þessa stundina er ég í smá auka áskorun sem hófst 01.jan á einum Burpees, sem er hreyfing frá liggjandi stöðu upp á fætur með hoppi. svo bætist við einn Burpees á dag þar til á hundraðasta degi að ég tek 100 burpees.
Áttu uppáhalds tíma dags ?
Núna, sem sagt bara sú stund sem er í gangi að hverju sinni.
Færir þú hjólandi um borgina ef færð og aðstæður leyfðu ?
Já, hef mjög gaman að hjóla og geri töluvert að því að rúnta um borgina á hjóli.
Kaffi eða Te ?
Ég er Kaffimaður, fyrri part dags og svo á nóttinni þegar ég er að vinna.
Ef þú værir beðin um að gefa eitt gott ráð til hóps af fólki, hvaða ráð væri það?
Ég gæti skrifað endalust hér og þessi hópur myndi ekki losna við mig á skömmum tíma .. en ef það er eitthvað eitt, ætli það sé ekki bara:
"Elskaðu lífið, og þá mun lífið elska þig" ...