Í dag er Krummi sóló og tónlistin sem hann er að fást við er í svokölluðum ambient noise popp stíl. Hans fyrsta smáskífa kom út í febrúar 2012.
Hvernig byrjar þú hefðbundin dag og hvað er í morgunmat ?
Ég vakna og kíkji í blöðin og fer á internetið til að halda uppi síðum fyrir hljómsveitir mínar. Ég líka vinn mestmegnis á netinu þar sem ég bóka hljómsveitir fyrir tónleikastað í miðbænum og er umboðsmaður hljómsveita minna. Ég fæ mér annað hvort cheerios eða brauð með osti og mjólkurglas.
Er eitthvað sem þú átt alltaf til í ísskápnum?
Mjólk, smjör, papriku, gúrku og egg.
Nefndu mér þrjá hluti sem þú gætir ekki verið án?
Heilsu, heila og hjarta.
Telur þú þig sofa næginlega mikið á nóttunni (daginn) ?
Ég hef alltaf átt svolítið erfitt með svefn en ég reyni að sofa í minnsta kosti fjóra klukkutíma.
Hver er uppáhalds tími dagsins ?
Ef ég er vaknaður einsog stálfjöður snemma morguns þá finnst mér það góður tími en kvöldin eru góð líka.
Hversu oft í viku æfir þú og hvernig æfingar ertu að gera?
Ég labba allt þannig að ég lít á það sem góða æfingu og ég kem fram með hljómsveit minni reglulega sem tekur mikið á þannig að þetta kemur allt að sjálfu sér.
Finnst þér íslendingar almennt duglegir að hreyfa sig?
Ég bara veit það ekki. Ég held að við Íslendingar eigum of mikið að bílum og keyrum stuttar vegalengdir í staðinn fyrir að hljóla eða labba.
Ef þú ættir ekki bíl, hvernig myndir þú fara á milli staða?
Ég á ekki bíl þannig að ég labba eða hjóla á milli staða.
Kaffi eða Te ?
Te.
Ef þú værir beðin um að gefa eitt gott ráð til hóps af fólki, hvaða ráð væri það
Verum einlæg og gerum hluti af innlifun og sannfæringu.