Hvernig byrjar fólk í Kajaksportinu og hvert er best að leita?
Það skemmtilega við kajaksport er fjölbreytileikin. Þeir sem vilja fara niður flúðir á straumbátum og vilja hasar þá hefur Ævinýranám Keilis boðið upp á faglega kennslu í þeim fræðum. Fyrir þá sem vilja stunda róður á sjókajakróður er hægt að ganga í Kajakklúbbinn en fyrir mig þá kýs ég Sit-On-Top ásetukajakinn því það er varla hægt að velta honum, maður er ekki fastur í honum og notkunarmöguleikarnir hreint út sagt endalausir. Bátana er hægt að fá í GG Sport og fylgir ókeypis öryggis og róðratækninámskeið öllum bátum.
Fer mikil tími í þetta sport?
Ásetukajakinn er eitt af þeim fáu áhugamálum sem sameinar alla í kringum þig. Ég fer mikið með krakkana mína á vötn og sjó og konan mín elskar þetta. Við tökum bátinn með okkur hvert sem við förum þ.e.a.s í allar útilegur og tjöldum ávallt við vatn eða sjó. Ef ég vill meiri hasar þá fer ég með strákunum út sjá sjó í stang-eða skotveiði. Ég er því aldrei að taka mér tíma frá neinum. Ef mér leiðist þá spyr ég 8 ára dóttir mína hvort við ættum ekki bara að renna okkur niður einhverja á og láta svo bara mömmu pikka okkur upp þar sem við endum. Ég veit því ekki hvort þessi spurning eigi við nema á jákvæðan hátt, því þessi tími er að mínu mati dýrmætur.
Hvað hefur þú stundar þetta sport lengi?
Ég eignaðist minn fyrsta kajak 11ára gamall sem mamma lét sérsmíða fyrir mig. Ég hef alltaf séð fjölbreytileikann fyrir mér en gamli báturinn minn hafði ekki þessa kosti sem áseturkajakinn hefur í dag. Þ.e.a.s þennan ótrúlega stöðugleika sem tvíbytnulaga kjölurinn bíður uppá. Þegar ég sá svo ásetukajak í Bretlandi fyrir rúmum fimm árum þá vissi ég að þarna væri komin bátur sem væri hægt að nota í allt. Síðan þá hef ég farið ótroðnar slóðir og stimplað þessa báta rækilega í gegn sem „út að leika báta“.
Hvað kostar að byrja og hvernig byrjar maður?
Svarið við þessu er einfalt: Það er búið að gera ferli sem gerir þetta þægilegt og öruggt fyrir þá sem hafa áhuga. Útivistabúðir eins og GG Sport býður uppá allan búnað, ókeypis námskeið og leiðsögn yfir allt sumarið. Þetta er ekki einu sinni dýrt og má fá bát ásamt öllum nauðsynlegur búnaði.
Geta allir byrjað í sportinu?
Auðvitað. Ég fór með strák sem lenti í bílslysi og lamaðist fyrir neðan mitti. Við rérum út í Viðey en hann hafði aldrei farið á ásetukajak en hann henti sér úti sjó og skreið aftur upp í bátinn á hlið. Það segir allt sem segja þarf.
Hvar er þetta sport stundað, mátt nefna nokkra staði?
Um allt land, það er ekki hægt að orða þetta öðruvísi.
Getur þú sagt okkur frá skemmtilegustu stöðunum til að stunda kajaksportið?
Á vorin hef ég gaman að því að fara niður árnar áður en veiðið byrjar t.d er gaman að fara niður Bugðu og enda í Elliðavatni. Fyrir þá sem vilja ná sér í soðið er einfalt að fara i Kollafjörð því fiskimiðin eru mjög nálægt landi. Staðirnir og möguleikarnir eru endalausir og það er einmitt svo heillandi.
Hvað ber að varast við þetta sport ?
Flestir sem fjárfesta í Sit-On-Top ásetukajak hafa litla sem enga reynslu og það er fullkomlega eðlilegt og í lagi. Þess vegna vil ég að allir fari á grunnnámskeið í róðra og öryggistækni, bara rétt til að gera sér grein fyrir að sjór og vindur getur verið varasamur. Það eru nokkrar mjög einfaldar reglur sem ber að virða sem eiga einkum við á sjó og stórum köldum vötnum. Þurrgalli, björgunarvesti, áralína, sími í vatnsheldu hulstri og vera ekki að þvælast á sjó í miklum vindi og umfram getu.
Hefur þú lent í háska á þínum kajak?
Aldrei og ekki einu sinni nálægt því
Eitthvað sem þú vilt bæta við í lokin?
Ég spái því að ásetukajakinn verði jafn vinsæll og bláu fótanuddstækin voru á sínum tíma.
Heimasíða GG Sport.