Hvernig byrjar þú hefðbundin dag og hvað er í morgunmat ?
Alltaf Próteinsjeikur með frosnum bláberum og vanillu soya mjólk.
Er eitthvað sem þú átt alltaf til í ísskápnum?
Mjólk, annars er minn ískápur allraf frekar tómur, má ekkert eiga!
Nefndu mér þrjá hluti sem þú gætir ekki verið án?
Earl greay tea, náttúruleg jógurt, soya mjólk.
Áttu gott ráð við "morgunljótunni" sem við sumar þjáumst af?
Taka gott dekur kvöldinu áður og setja á sig maska þá líður manni svo vel næsta morgun hvort sem þá sjáist eður ei.
Uppáhalds nammið þitt?
Hraun og aftur Hraun.
Hversu oft í viku æfir þú og hvernig æfingar ertu að gera?
Ég fer út að hlaupa og svo fer ég í ræktina, uppáhaldið mitt þar er cross trainer.
Finnst þér íslendingar almennt duglegir að hreyfa sig?
Held að þeir verði betri og betri með árunum.
Ef þú ættir ekki bíl, hvernig myndir þú fara á milli staða?
Myndi hlest vilja fara allt labbandi en vegalengdirnar eru langar hér þannig að ég myndi fara með lestinni og í stætó.
Kaffi eða Te ?
Earl grey te all the way!
Ef þú værir beðin um að gefa eitt gott ráð til hóps af fólki, hvaða ráð væri það?
Verðum að hugsa um heilsuna númer eitt, þannig að hollt mataræði og góð hreyfing er það sem við öll þurfum.