Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta og af hverju?
Ég byrjaði þegar ég var 7 ára því Darri vinur minn dró mig með en ég hætti 20 mínútum síðar þegar ég labbaði af æfingu því mér fannst þjálfarinn svo óþolinmóður af því ég var glænýr og var ekki með allt á hreinu.
Með hvaða liðum hefurðu spilað og hvar spilar þú í dag?
Stjarnan, AZ Alkmaar, Stjarnan, Selfoss og ég spila með Stjörnunni í dag.
Þú fórst ungur út til AZ Alkmaar, hvernig gekk dvölin þar?
Skelfilega, færi frekar í fangabúðir í Guantanamo.
Stefnir þú á að fara aftur í atvinnumennsku?
Nei, ég tek ekki þátt í þessu atvinnumannarunki sem er í gangi á Íslandi í dag, þráhyggja mín er að vinna íslandsmótið með Stjörnunni og svo get eg hætt í þessu og byrjað að gera eitthvað annað.
Spáir þú mikið í mataræðið, hvað borðarðu fyrir og eftir leiki?
Nei ekki svo mikið, ég passa mig bara borða ekki of mikið og ekki of lítið fyrir leik og eftir leik, þá sér Friðrik sjúkraþjálfari um að pína ofan í mig einhverju proteini sem hundurinn minn mundi ekki einu sinni borða.
Hugsar þú mikið um andlega þáttinn?
Já ég geri það reyndar, miklu meira en að spá í líkamlega þáttinn því við erum andlegar verur en ekki líkamlegar.
Hvað er minnistæðast úr leik hjá þér?
Það verður að vera bara allur leikurinn í Poznan og sérstaklega þegar við vorum að fagna með áhorfendunum í leikslok.
Hvernig er félagsskapurinn hjá Stjörnunni?
Algjör snilld.
Nú eru 4 Danir í liðinu og einn frá El Salvador, hvernig falla þessir strákar inn í hópinn?
Þeir falla mjög vel inn eru hressir og skemmtilegir, Præst og Martin voru í fyrra og stóðu sig frábærlega . Nú er Præst orðin fyrirliði sem er hlutverk sem hann er algjörlega fæddur í, ég gæti ekki beðið um betri fyrirliða. Rolf Toft er frábær framherji, snöggur og mjög góður að klára færin og hefur verið mjög öflugur fyrir okkur. Martin og Vemmelund hafa farið hamförum í vörninni svo er Pablo töframaður með boltann og hefur sannað það allt þetta tímabil. Þeir hafa allir verið í heimsklassa án þess að ýkja þegar blueprint-ið er til í Evrópudeildinni.
Á þessu tímabili hafa margir 18-19 ára strákar bæst í hópinn og sumir fengið nokkrar mínútur, eiga þessir strákar framtíðina fyrir sér og sérðu þá verða lykilmenn á næstu árum?
Já algjörlega 100%. Þetta tímabil hefur verið mjög jákvætt sérstaklega með Evrópukeppnina og þó okkur tækist að vinna deildina í ár þá samt fyrir mér eru þessir strákar jákvæðasta við þetta tímabil. Þeir voru heppnir að hafa Rúnar Pál í 2.flokk í fyrra og hann heppinn að fá þá í hendurnar. Þeir eru frábærir í fótbolta og hugrakkir og eru líka allir bestu vinir.
Hver er mesti sprelligosinn í klefanum?
Mesti sprelligosinn er klárlega Veigar Páll Gunnarsson ég þarf oftast ekki að gera magaæfingar því eg fæ krampa í magan daglega útaf honum. Svo er reyndar Daníel Laxdal einn fyndnasti maður sem eg veit um en hann er líka feiminn sem gerir hann ennþá fyndnari.
Nú tóku nýjir þjálfarar við fyrir þetta tímabil, Rúnar Páll sem aðalþjálfari og Brynjar Björn sem aðstoðarþjálfari, hafa áherslunar breyst og þá hvernig?
Þeir hafa bara verið ótrúlegir. Með nýjum þjálfurum koma alltaf nýjar áherslur. Þeir vinna mjög vel saman og það sést best á árangrinum.
Er það rétt að Henrik Bödker sé nokkurs konar sálfræðingur liðsins ásamt því að vera markmannsþjálfari?
Já og fyrir utan það þá er hann lika head of scouting, motivator, creator, taktiker, djókarinn í hópnum, svo getur hann líka tekið stranga göbbels þjálfarann og húðskammað menn. Ótrúlegur maður.
Nú hefur þér gengið mjög vel á þessu tímabili, hverju þakkar þú það?
Liðinu hefur gengið vel og þess vegna hefur mér gengið vel. Frábær liðsheild og þjálfarateymi. Það er gott að finna að liðsfélagar og þjálfari treysta manni.
Þú virkar svell kaldur á vítapunktinum og hefur skorað úr 5 spyrnum og ekki enn klikkað, hver er galdurinn þar á bak við?
Ég veit það ekki alveg en ég minni mig alltaf á það að allar bestu vítaskyttur í heiminum hafa klúðrað víti og það eru líkur á því að ég klúðri víti einhvern tímann og er þegar búinn að fyrirgefa mér það.
Stjarnan er í fyrsta sinn í Evrópukeppni og árangurinn hefur verið ævintýralegur, hverju þakkarðu það og hvernig tilfinning er það að spila næst við Inter Milan?
Það er ennþá smá óraunverulegt. Ég held að það sé fyrst og síðast góðu þjálfarateymi og góðri liðsheild að þakka.
Atli Jó. er herbergisfélagi þinn, hvernig gengur samband ykkar?
Hann er þvílíkt gull af manni og í öllum þessum ferðum sem við höfum farið í þá hef ég eiginlega orðið ástfanginn af honum, reyndar ekki kynferðislega. Mjög rólegt og þægilegt að vera í kringum hann svo best geymda leyndarmalið við Atla er að hann er drepfyndinn! Ég held samt að það sé aðeins erfiðara fyrir hann að vera í herbergi með mér allavega á köflum.
Liðsheildin hjá Stjörnunni virðist vera mjög sterk, hverju þakkarðu það?
Andinn er mjög góður í liðinu og við erum allir mjög góðir vinir. Við höfum gengið í gegnum margt saman og við styrkjumst sama hverju við lendum í og stefnum allir á það sama.
Silfurskeiðin er öflugasta stuðningsmannasveit landsins, skiptir svona stuðningur miklu máli? En hvað með t.d. stjórnina, skiptir hún líka máli?
Já Silfurskeiðin er okkar næring, við skuldum þeim allar þakkir, við værum aldrei á sama stað ef skeiðin væri ekki búinn að vera eins mögnuð og hún hefur verið, Stjórn félags skiptir auðvitað máli. Ég á nokkrum í stjórninni mikið að þakka. Þannig að já, hún skiptir máli.
Viltu segja eitthvað að lokum?
Já ég minni á úrslitaleikinn í Borgunarbikarnum, Stjarnan vs Selfoss, tvö frábær félög og auðvitað eiga allir að mæta.