Skemmtileg pæling að langhlauparar og jafnvel millivegalengdarhlauparar fái þessa spurning talvert oft, en fólk mundi aldrei spyrja t.d. golfara, endoruökuman, formúlaökuman eða skíðagöngumann sem eru oftar en ekki lengur við keppni þessarar sömu spurningar.
Í utanvegarhlaupi eins og Laugavegshlaupinu eru hundruðir hindrana sem þarf að “tækla” með það að markmiði að komast sem hraðast þessa 55 km. Hausinn er því stanslaust að vinna og ég lendi aldrei í því að mér leiðist.
Ég er stanslaust að hugsa alla keppnina, athuga hvernig orkubúskapurinn er, hvort ég þurfi að drekka, hvernig púlsinn er, hvernig þreytustigið er, hvort ég þurfi að taka inn gel/orku. Hvernig ég ætla tækla næstu brekku, hvort ég ætli að rúlla hratt ofan í næsta gil og keyra upp aftur eða fara aðeins lengri leið, sleppa gilinu en halda hraða og hæð í staðin.
Allan tíman er ég að hugsa um að halda ákefðinni þannig að ég lendi ekki í því að vera fara hægar heldur en líkaminn þolir án þess þó að slíta mér of mikið út, þannig að ég þurfi að hægja óþarflega mikið á mér. Þetta er því stanslaus stöðutékk á líkamanum og aðstæðum líkt og þegar formula 1 ökumaður er að keyra.
Ég borða ekkert þessa 4 tíma en eftir um 50-60 mín í álagi tek ég eitt 32 ml orkugel og eftir það tek ég 32 ml gel á um 30 mín fresti. Eftir um 3 tíma hlaup fera ég að taka gel á 15-20 mín fresti. Ég drekk á öllum drykkjarstöðum ca.100-200 ml.
Árið 2009 þegar ég setti fyrs met var ég að æfa fyrir 800 og 1500 metra sem er auðvitað langt frá því að líkjast 55km utanvegarhlaupi. Ég var nokkuð sterkur og fitt og átti ekki í vandræðum með að rúlla vel í gengum ójöfnur og brekkur en ég hljóp mjög rólega af stað þar sem ég var illa undirbúinn og half smeikur við þessa vegalengd, ég fékka þau ráð frá þjálfara að labba allar brekkur sem ég gerði. Seinni hluta hlaupsins fann ég hinsvegar að ég átti næga orku inni og gat því bætt í og keyrt betur á síðari hluta hlaupsins og hlaupið brekkurnar. Ég fann samt að ég var tæpur í hné og strengdur og stífur í rassinum og hamstring svo ég rúllaði síðustu kílómetrana með það í huga að meiða mig ekki.
Ég fílaði mig vel og fannst hlaupið í raun allan tíman þægilegt en eftiá að hyggja koma ég mjög illa út úr hlaupinu enda var undirbúningurinn fyrir 55 km lítill sem enginn, þ.e. fáir kílómetrar og engir langir túrar.
Nú í seinna skiptið sem ég hljóp var ég búinn að vinna undirbúiningvinnuna mína.
Ég hljóp langar vegalendir og miklu fleiri kílómetra. Ég var ákveðin í að setja met og keyrði miklu hraðar af stað heldur en í fyrra skiptið og þar af leiðandi fílaði ég mig aðeins þyngri allt hlaupið þrátt fyrir að vera rúlla hraðar á beinu köflunum heldur en í fyrraskipið.
Orkulega séð fílaði ég mig mjög vel í seinna skiptið en fann þó fyrir meira kraftleysi í brekkunum. Beinu leggina var ég engu að síðar að hlaupa talsvert hraðar.
Heilt yfir held ég að mér hafi fundist erfiðleikastigið svipað þó ég hafi kannski sett aðeins meira effort í seinnahlaupið. Undirbúningurinn segjir allt þar.
Ég hljóp í La Sportiva skóm (Helios) þar sem mamma klikkaði ekki en hún hafði hannað og saumað legghlífar úr léttu og teygjanlegu efni við uppháan sokk og yfir skóinn svo ekki kæmist sandur og snjór í skóinn. Ég hljóp í léttum fötum frá Brooks, stuttbuxum þunnum bol, léttum ermahlífum, vetlingum, með buff og í vindiheldu vesti til að byrja með. Þegar líða tók á hlaupið, vindur minkaði og hitastig hækkaði ,losaði ég mig við húfuna, vettlingana, ermarnar og vestið.
Ég var einnig með drykkjarvesti fyrir 0,5 lítra brúsa og timex úr.
Nei það hljómar kannski illa en ég var nokkuð öruggur með að sigra hlaupið allan tímann.
Ég hljóp hratt af stað og var talsvert langt á undan viðmiðurnartíma á fyrstu drykkjarstöð. Ég datt ansi hressilega eftir ca. 19 kílómetra í hlaupinu en var aldrei nálægt því að hætta eða þurfa hægja mikið á mér.
Mér leið annars mjög vel daginn eftir en var hinsvegar með hrikalegar harðsperrur framan á lærum sem jukust bara næstu tvo daga og fóru ekki fyrr en eftir 10 daga.
Ég æfi helst á mjúku undirlagi, grasvellir og malarstígar í næsta nágrenni við Akureyri eins og Naustaborgir og Kjarnaskógur.
Ég æfi um 8-11 x í viku oftast um 10 x. Venjulega hleyp ég eina langa æfingu í viku á bilinu 20-30 kílómetrar. 80 – 120 mín en tveim mánuðum fyrir marathon eða lengri vegalengdir eins og Laugaveginn verða lengstu æfingar á blinu 2 tímar og 15 mín upp í 3 og 15 mín. 35-45 km.
Næsta stóra verkefni er Munchen Marathon 12. Október en fram að því hleyp ég t.d. ½ marathon í Reykjavíkurmarathoni.
Ef ég ætti bara að gefa eitt ráð að þá væri það að undirbúa sig vel æfinglega séð fyrir Laugaveginn, þ.e.a.s hafa langan og góðan undirbúning þar sem er sérstaklega farið í gegnum allar “hindranir” sem Laugavegurinn bíður uppá.
Í því felst að sundurliða Laugarveginn og æfa sig í svipuðum aðstæðum. Æfa brekkur, upp og niður og rúlla langar vegalengdir án þess að stoppa.