Hvernig byrjar þú hefðbundin dag og hvað er í morgunmat ?
Ég vakna yfirleitt um kl 8, morgunmatur rokka frá brauðáti með osti og kaffi, yfir í hafragraut og bússt en mér hefur ekki tekist að koma hollustunni í fastan farveg en hef gaman af sjálfum mér í þessu limbói.
Er eitthvað sem þú átt alltaf til í ísskápnum?
Í ísskápnum er hinsvegar alltaf til stöff í bústið sem ég set oft í mig í kringum hádegi, en í það nota ég bláber,engifer, spínat, lime, banana og einhverja góða djúsa, í þetta set ég oft hamp protein, goji ber og annað meðlæti sem ég hef fengið upp í Heilsu.
Nefndu mér þrjá hluti sem þú gætir ekki verið án?
Þrennt er það sem ég verð að hafa það eru heyrnatækin mín, talnaband um únlið sem mér finnst gott að hafa og svo bíllyklar.
Hvað þarftu marga klukkutíma í svefn til að vakna afar ferskur ?
Ég reyni að vera kominn í koju um 10, les þá eitthvað eða fer í tölvurýni en er yfirleitt sofnaður fyrir 11, díla við óreglusaman svefn vegna bólgu í blöðruhálskyrtli en næ samt ágætum svefni og þakka það að ég hugleiði áður en ég sofna og þá bara í rúminu og ef ég þarf að vakna undir morgunn sem gerist oft um fimmleitð þá tek ég hugleiðslu á það og næ þá ágætum svefni á eftir í smá tíma.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir ?
Það er ekkert eitt sem mér finnst skemmtilegast, þetta er tekið að breiða sig yfir allt litrófið, mér finnst gaman að vera til.
Hversu oft í viku æfir þú og hvernig æfingar ertu að gera?
Ég æfi þrisvar til fjórum sinnum í viku og hef leiðbeinanda sem er Kjartan Guðbrandsson, en hann hefur fjölbreytt prógram, lætur mig vinna mikið með eigin þyngd, yoga, skotnar æfingar, þrek, lætur mig glíma við sig og svo léttar box æfingar, fókuserar á miðjuna , á korið og síðan er farið í járnið.
Semsagt frábært prógram. Sjálfur hjóla ég talsvert, mest á sumrin og rölti á fjöll.
Hvort velur þú bók eða bíómynd ef þú ætlar að hafa það gott heima ?
Bækur tek ég fram yfir bíó, en ég er alltaf með bók í takinu.
Hvernig ferð þú á milli staða? þá á ég við keyrandi, gangandi, hjólandi....
Í dagsins önn nota ég bílinn, er mikið á ferðinni upp í Kjós þar sem við eigum hús.
Kaffi eða Te ?
Kaffi maður er ég, nota te til hátíðabrigða en hef ekki getað skipt yfir í te þó hef ég tekið tímabil í því.
Ef þú værir beðin um að gefa eitt gott ráð til hóps af fólki, hvaða ráð væri það?
Besta ráð sem ég gæti gefið einhverjum er að læra og iðka Núvitundarhugleiðslu, en það að þjálfa sig í Núvitund er lykill að svo mörgum öðrum gæðum í lífinu.