"Hef síðan verið einhleypur þrátt fyrir löngun mína í að eignast lífsförunaut"
"Ég starfa sem prestur innflytjenda hjá þjóðkirkjunni og ég nýt starfsins mjög vel. Starfið er beint áhugamál mitt og því er ég mjög hamingjusamur í vinnunni og stundum er vinnan skemmtilegri en tómstundargaman"
"Ég á tvö börn sem bæði byrjuðu háskólanám s.l haust. Ég er mjög stoltur af þeim. Ég hef núna miklu meiri frjálsan tíma en þegar börnin voru lítil, en ég veit ekki alveg hvernig á á að njóta þess tíma vel" sagði Toshiki.
Toshiki er með heimasíðu og hana má finna HÉR.
Hvernig byrjar þú hefðbundin dag og hvað er í morgunmat ?
Það sem ég geri fyrst á morgunanna er bæn, um 15-20 mínútur.
Venjulega borða ég ekki morgunverð, ekki nema ég vakni mjög snemma (fyrir kl.7) þá borða ég morgunmat. Mér finnst tímabilið milli morgunmatar og hádegismatar vera mjög stutt, og ég þarf aðeins annað hvort morgunverð eða hádegismat.
Er eitthvað sem þú átt alltaf til í ísskápnum?
Lýsi. Kannski þarf ekki að geyma Lýsi í ískápnum, en þar er alltaf lýsi (Tvenna), hákarlalýsi, lecitin og garlic oil.
Hvað er það lang skemmtilegasta sem þú gerir ?
Mér finnst gaman að elda, og raunar held ég að ég sé góður kokkur, sérstaklega í að elda japanskan hversdagsmat. En ég elda ekki fyrir mig sjálfan. Mér finnst gaman að elda handa börnunum mínum.
Einnig nýt ég þeirrar stundar vel þegar ég yrki. Það er mjög gaman að semja kvæði á íslensku, en þetta geri ég ekki á hverjum degi. Það kemur ákveðinn ,,tími“ til þess.
Ég blogga á japönsku til þess að kynna líf á Íslandi fyrir vinum mínum í Japan. Það er líka skemmtilegt. Yfirleitt finnst mér skemmtilegt að skrifa hvort sem það er á japönsku eða íslensku.
Hvernig leggst skammdegið í þig ?
A! Skammdegið... mér finnst erfitt að vakna á morgnanna á veturna. Raunar nota ég ,,vetratíma“ fyrir sjálfan mig og vinnutíminn á vetradögum er frá 10 til 18. Að sjálfsögðu verð ég að vinna frá kl. 9 ef það er fundur við aðra eða um ákveðið tímabundið verkefni að ræða. En á grundvelli hefst vinnutími kl. 10!
Annars leggst skammdegið ekki sérstaklega vel í mig.
Borðar þú allan mat eða ertu grænmetisæta ?
Ég borða allan mat. En ég borða minna kjöt en áður. Þetta er bara eðlilegt (eða náttúrleg) breyting, og ekkert sem ég ákvað að gera.
Eins og margir Japanir er ég hrifinn af ,,carbonhyderates“ eins og hrísgrjónum, núðlum eða pasta (en ekki svo hrifinn af brauði ).
Hversu oft í viku æfir þú og hvernig æfingar ertu að gera?
Ég geri engar æfingar. Ég man eftir viðtal við Harrison Ford í tímariti fyrir 30 árum en í því sagði hann: ,,jogging or fitness, I don´t do those things because I get tired... “
Áttu uppáhalds tíma dags ?
Kannski kvöldtími, svona eftir kl. 22. Þá slaka ég á.
Færir þú hjólandi um borgina ef færð og aðstæður leyfðu ?
Ég á ekkert hjól...
Kaffi eða Te ?
Te, þessa daga. En ekki alltaf. Te-tímabil og kaffi-tímabil kemur hvort á eftir öðru, svona með 2-3 mánaðar fresti.
Ef þú værir beðin um að gefa eitt gott ráð til hóps af fólki, hvaða ráð væri það?
Um heilsu? Ég held að ég sé í stöðu sem þarfnast ráðs frá öðrum!
Kannski bara eitt:
,,Stress“ ber yfirleitt neikvæða merkingu með sér. En mér finnst að það séu til tvenns konar stress. Annað er neikvætt stress sem étur andlegan frið eða jafnvægi. Slíkt stress er ef til vill óhjákvæmilegt í vinunni, en þá þarf maður að losa sig við það reglulega með því að fara í líkamsrækt eða njóta tómstundargamans.
Hitt stressið er aftur á móti jákvætt stress. Og þetta er stress sem ýtir manni framm eða dregur mann til ,,his best ability“ (fyrirgefðu, ég veit ekki hvernig ég get sagt þetta á íslensku). Til dæmis, þegar prestur prédikar, á hann að vera með ákveðið stress frá undirbúningsstigi. Ef prestur er alveg afslappaður og án stress, þá getur hann ekki flutt bestu prédikunina sína.
Mér finnst það mjög mikilvægt fyrir okkur að forðast ekki jákvæða stressið. Það fær mann til að vera ungur og skapandi.