Að halda áfram að vinna eftir íþróttastefnu Reykjavíkur sem samþykkt var árið 2012, halda áfram þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í sundlaugum Reykjavíkur, að styðja enn frekar við jaðaríþróttir, að halda áfram að bæta aðstöðu fyrir hjólreiðafólk og hvetja fólk til að vera jákvætt og þakklátt því fátt er betra fyrir heilsuna.
Þetta er ekki góð þróun og við þurfum að snúa því við. En mér finnst samt mikilvægt að við miðum ekki eingöngu við holdafar fólks, heldur heilsu þess og hvernig því líður. Þá er mjög mikilvægt að sveitafélög styðji við aukna lýðheilsu.
Ekki hefur staðið til að byggja slíkan völl, en aftur á móti þarf í nánustu framtíð að huga að aukinni íþróttaaðstöðu og þá í samvinnu við Þrótt og aðra íbúa við Laugardalinn.
Nýlega var samþykkt að gera nýjan æfingavöll fyrir frjálsar íþróttir í Breiðholti, enda ÍR stærsta frjálsíþróttafélag Reykjavíkur og reyndar í Evrópu. Ég er mjög stolt af þeirri uppbyggingu. Eins er í gangi skipulagsvinna um framtíð vallarins í Laugardal sem er m.a. í samvinnu við Frjálsíþóttafélag Reykjavíkur og Frjálsíþróttasambandið.
Við viljum draga úr mengun sama hvaðan hún kemur. Sú áhersla sem Björt framtíð leggur á betri byggð og skipulagsmál er ekki síst vegna umhverfisþáttarins, markmiðið er að draga verulega úr mengun. Hvað varðar mengun frá Hellisheiðarvirkjun er mikilvægt að rannsaka það vel og vandlega og bregðast skjótt og örugglega við ef í ljós kemur að mengun frá henni hafi skaðleg áhrif. Við höfum trú á því að þær aðgerðir sem Orkuveita Reykjavíkur hefur farið í muni skila árangri. Jafnframt höfum við verið fullvissuð um að ef þær aðgerðir skila ekki tilætluðum árangri, þá sé jafnhliða unnið að varaáætlunum.
Ég fer reglulega út að hlaupa, æfi blak yfir veturinn og geri stundum jóga. Væri líka alveg til í að fara oftar í badminton, fara á kajak og jafnvel í skylmingar, bara svona til að hafa gaman af.
Já og nei, ekki svona dag til dags. Borða frekar heilsusamlega, er grænmetisæta og þarf því aðeins að gæta þess að borða fjölbreytt og finnst mjög skemmtilegt að elda nýja rétti. Er líklega frekar heppin þegar kemur að því að ég er sólgin í holla hluti og er ekki mjög hrifin af sætindum
Reyna að líta á hvern dag sem gjöf, finna sér einhverja skemmtilega hreyfingu að stunda, prófa nýja hluti og gefa sér sjálfum séns.