Fullt nafn: Elva Rut Guðlaugsdóttir
Ég er 32 ára og kem úr Hafnarfirði. Ætli það sé ekki hægt að segja að ég sé orkumikil og líði best þegar ég hef nóg fyrir stafni.
Ég lærði BA (Hons) í Dance and Theatre Performance og Professional National Diploma í Musical Theatre frá Bird College í London og svo er ég með Associate og Licentiate kennsluréttindin frá National Association of Teachers of Dancing í Englandi.
Einnig tók ég réttindi í Body balance frá Les Mills og Animal Flow frá Global Bodyweight Training.
Ég dansaði til 25 ára aldurs. Um leið og ég flutti til Íslands fór ég aðkenna. Mín ástríða hefur alltaf legið meira í kennslunni.
Ég á og rek Plié listdansskóla og Plié heilsu ásamt Eydísi Örnu Kristjánsdóttur en Plie er staðsett á 2. hæð í Smáralindinni. Við unnum saman að því að stofna listdansskólann í 2 ár en hann var svo formlega stofnaður fyrir rúmu ári síðan. Plié heilsu stofnuðum við svo sumarið 2015. Ég hafði unnið í Hreyfingu í 4 ár og ákvað að það væri kominn tími til að prófa mig áfram með heilsuræktina sjálf.
Ég kenni fjöldann allan af tímum í Plié, allar tegundir af dansi og heilsurækt og svo hef ég verið að taka að mér einkatíma fyrir afreksfólk, til að bæta tækni og getu þeirra.
Ég hef unnið við kennslu frá 17 ára aldri.
Ég er mjög dugleg að taka æfingar, bæði ein og með öðrum.
Við Eydís förum erlendis að minnsta kosti tvisvar á ári í endurmenntun í virta skóla. Þar fáum við innblástur og nýjar og ferskar hugmyndir sem við sníðum svo að okkar stefnu og námsefni til þess að nýta í kennslu. Þannig teljum við okkur alltaf vera að bæta okkur sem kennara sem og að gera skólann betri.
Fyrst og fremst hvað það er gaman að dansa. Það sem fullorðins dansinn hjá okkur hefur sýnt er að það geta líka allir dansað, og haft gaman að því um leið auk þess sem fólk tekur vel á því. Dansinn er einstaklega góð leið til að styrkja djúpvöðva, ná upp auknu vöðvaþoli, auka liðleika, bæta jafnvægi og líkamsstöðu. Svo er þetta svo frábær félagsskapur og endar oft á löngu spjalli eftir æfingar.
Viðtökurnar hafa verið hreint ótrúlegar. Ég held að fólki líki við okkar hugmyndafræði. Það er svo mikilvægt að það sé vandað til verks þegar börn eru annars vegar. Við þurfum strax að byrja að mynda jákvæða líkamsímynd. Það er fljótt að fyllast í alla hópa og við keppumst við að bæta við hópum eftir þörfum.
Vinsælast er dansfjör fyrir 2-3 ára og ballet fyrir börn frá þriggja ára til sex ára.
Plié Heilsa er hugsuð sem wellness stöð, með fagmensku að leiðarljósi. Heilnæm nálgun á þjálfun fyrir karla og konur í fallegu og notalegu umhverfi. Við bjóðum uppá yoga, barre, pilates og animal flow námskeið. Við leitumst eftir andlegri næringu jafnt sem líkamlegri og án öfga. Jafnvægi á milli sálrænnar og líkamlegrar heilsu. Heilsa og vellíðan er númer 1, 2, 3.
Já við erum með ýmislegt í pokahorninu en það er ekki alveg tímabært að ræða það.
Ný og fullkomnari heimasíða sem Kosmos & Kaos eru að gera fyrir okkur fer í loftið í janúar, mæli með því að fylgjast með.
Ég held að það hafi komið mest á óvart hversu jákvæðar niðurstöðurnar voru. Það er mjög gott að vita hvað foreldrar eru ánægðir með af því við munum einblína á að styrkja þann hluta.
Uppbyggileg gagnrýni er eitthvað sem er öllum góð og höfum við tekið þau atriði sem betur mætti fara og sett í ferli til að ganga úr skugga um að allir kennarar séu meðvitaðir um að það þetta þurfi að laga.
Ég nýt þess að lesa og hef lesið mikið af góðum bókum en ég hugsa að sú bók sem skilji mest eftir sig sé Dýragarðsbörnin. Ég las hana fyrst þegar ég var 12 ára.
Núna er ég að lesa While my eyes were closed eftir Lindu Green
Egg, avocado og ost. Reyndar líka Mango Chutney einfaldlega af því að ég gleymi alltaf að ég eigi það til. Núna á ég 6 krukkur. Vandræðalegt.
Ég er dolfallinn yfir víetnömskum og indverskum mat og elda oft tikka masala og crispy duck.
Það er kannski einn galli við að vinna við áhugamálið sitt, það komast fá áhugamál fyrir.
En mér finnst frábært að ferðast,
Að teygja vel á líkamanum og fara í sjóðandi heitt bað.
Fer í yoga eða nudd.
Ég reyni að hugsa aldrei um að verkefnin séu stór eða erfið, það getur orðið svo yfirþyrmandi.
Ég verð mjög einbeitt og horfi á eitt atriði í einu og áður en ég veit af er ég komin á leiðarenda.
En svo er ég mjög þrjósk og „get, ætla, skal“ hefur komið mér langt.
Ég sé mig fyrir mér njóta þess að lifa og hrærast í Plié dans & heilsu, vonandi verðum við Eydís komnar með enn stærri deildir og jafn sáttar við lífið og við erum núna.