Guðmundur Jóhannsson
Ég er 36 ára gamall Reykvíkingur úr Fossvoginum þar sem ég bý með konunni minni Elvu, strákunum okkar tveim, Tristani og Lúkasi, og hundinum Nóa.
Ég er menntaður í lyf- og bráðalækningum og ég starfa sem bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.
Ég hef áhuga á öllu sem snertir manneskjuna á einn eða annan hátt, andlega sem líkamlega, og get nánast endalaust velt þessum hlutum fyrir mér. Að öðru leyti er ég dæmigerður karlmaður sem horfi á enska boltann og kvikmyndir. Ég æfði fótbolta þegar ég var krakki og unglingur en hætti um það leyti sem ég fór í menntaskóla.
Ég hef alla tíð stundað einhverjar lyftingar og hlaup en síðustu árin hef ég verið hjá Robba og félögum í Bootcamp sem hentar mér frábærlega og hef sjaldan eða aldrei verið í betra formi.
Sem sérfræðingur í tveimur sérgreinum læknisfræðinnar, bráðalækningum og lyflækningum, verð ég áþreifanlega var við töluverðan mun á því hversu vel okkur heilbrigðiskerfinu hefur tekist upp með að höndla bráð vandamál annars vegar, eins og slys eða alvarlegar sýkingar, og krónísk vandamál hins vegar eins og áunna sykursýki og offitu hins vegar. Lífsstílssjúkdómar eru orðnir gríðarlega stórt vandamál um allan heim og ljóst er að ef hlutirnir halda áfram á sömu braut mun fljótlega koma að þeim tímapunkti að heilbrigðiskerfin springa.
Undanfarin ár hefur áhugi minn á þessum málum vaxið jafnt og þétt og mér hefur orðið ljóst að margar af þeim hugmyndum og kenningum um orsakir lífsstílssjúkdóma sem við höfum hampað síðastliðna áratugi standast illa nánari skoðun.
Nafnið kemur frá kollega mínum, Ágústi Óskari Gústafssyni, heimilislækni og þúsundþjalasmið sem hefur einmitt sérstaka hæfileika í að finna hlutum og fyrirbærum orð og setja í skemmtilegt samhengi.
Okkur langaði til að blanda saman íslenskum og erlendum fyrirlesurum og hafa fókusinn á tengslin milli næringar og áhrif hennar á lífsstílssjúkdóma, einkum offitu, sykursýki og hjartasjúkdóma. Sykurinn og fitan eru mikið í umræðunni og fannst okkur mikilvægt að gera þessum þáttum góð skil. Miðjarðarhafsmataræðið ættu margir að kannast við og verður til umfjöllunar en einnig vildum við taka fyrir aðra þætti á borð við lágkolvetnamataræði og grænmetisfæði sem af mörgum hafa verið tengdir sérvisku ákveðinna jaðarhópa en þegar betur er að gáð er heilmikið af áhugaverðum rannsóknum um þessar tegundir mataræðis sem fólki ætti að þykja mjög áhugavert.
Voru fyrirlesararnir valdir með þessi sjónarmið í huga.
Við höfum farið ýmsar leiðir í þeim efnum. Á netinu höfum við auglýst á samfélagsmiðlum, bloggsíðum og podcöstum, sent tölvupósta osfrv en einnig höfum við fengið aðstoð frá Íslandsstofu og Höfuðborgarstofu.
Eldborgarsalurinn rúmar um 1300 manns í sæti og væri náttúrulega meiriháttar að ná að fylla hann. Hvað erlenda gesti varðar er í raun mjög erfitt að gera sér grein fyrir hversu margir munu koma. Við erum nýtt fyrirbæri í þessum heimi og tekur alltaf tíma að skapa sér nafn en fyrstu viðbrögð hafa verið mjög góð og greinilegt að á meðal þeirra sem lifa og hrærast í þessu á netinu, þá vita menn vel af ráðstefnunni.
Já og nei. Fyrirlestrarprógrammið liggur fyrir en nákvæm útfærsla á ráðstefnudeginum sjálfum er í stöðugri vinnslu. Áherslan okkar er að reyna að gera þetta lifandi og skemmtilegt og reyna að virkja áhorfandann sem mest á sama tíma og við fræðum hann.
Egg, grísk jógúrt og rjómi. Ég reyni líka alltaf að eiga hnetur og harðfisk til að grípa í.
Ég held mikið upp á indverskan mat og Austur Indíafélagið því í miklu uppáhaldi hjá mér.
Ég hef líka síðustu misserin borðað meiri og meiri fisk og fæ reglulega craving í sushi. Í sérnámi mínu í Svíþjóð saknaði ég þess að hafa ekki aðgang að góðum fiski og lærði þá virkilega að meta það hversu heppnir við Íslendingar erum að búa við þennan lúxus.
Akkúrat núna er ég að glugga aftur í bókina hans Gary Taubes: “Good Calories, Bad Calories” en besta bók sem ég hef lesið er sennilega “7 Habits of Highly Effective People” eftir Stephen Covey sem ég mæli eindregið með að hvert mannsbarn lesi.
Mér finnst einfaldleikinn alltaf bestur. Mér líður hvergi betur en heima hjá mér í Fossvoginum uppi í sófa að hlusta á tónlist eða lesa, fara í matarboð með skemmtilegu fólki eða sund með fjölskyldunni.
Ég reyni að forgangsraða eins vel og ég get og reyni að segja sjálfum mér að gera bara einn hlut í einu. Það gengur síðan misvel eins og hjá flestum geri ég ráð fyrir.
Ég sé sjálfan mig fyrir mér áfram búandi í Fossvoginum með Elvu minni og strákunum og sinna veikum og slösuðum á bráðamóttökunni. Ég sé mig einnig vinnandi áfram með þessu góða fólki sem ég hef kynnst við að skipuleggja þessa ráðstefnu og að hjálpa öðrum að verða sjálfbærir í að hugsa um eigin heilsu sem þýðir vonandi að það verði miklu rólegra hjá mér og kollegum mínum á bráðamóttökunni.