Katrín Amni Friðriksdóttir
Ég er 32 ára gömul og bý í Garðabæ, með tveimur dætrum mínum og manni. Ég er menntaður hagfræðingur með mastersgráðu í lúxusstjórnun frá Ítalíu. Ég var markaðsstjóri Heilsuhússins í 3 ár en í dag rek ég fyrirtækið Kamni ehf. sem sérhæfir sig í sérfræðiráðgjöf til fyrirtækja í markaðssetningu, vörumerkjastjórnun, vöruþróun og viðburðarstjórnun. Kamni ehf. kemur inn í þessa stórglæsilegu sýningu Heilsa og Lífsstíll 2015 og sér um sýningarstjórnun. Mjög spennandi og skemmtilegt verkefni.
Það má segja að á undanförnum árum hafi verið ákveðin vitundarvakning meðal íslensku þjóðarinnar í tengslum við heilbrigðan lífsstíl og fólk meðvitaðra um mikilvægi þess að tileinka sér hann á einn eða annan hátt. Á sama tíma er talið að lífsstílssjúkdómar séu um 80% af öllum sjúkdómum á Íslandi og því má kannski segja að þörf hafi verið á að láta framboð og eftirspurn mætast á þessu sviði, á einum stað, þ.e. með sýningu sem þessari. Við höfum frá byrjum viljað leggja áherslu á faglega sýningu, en jafnframt að hún sé skemmtileg og eftirminnileg. Svo er líka kannski gott að leggja áherslu á orðið lífsstíll því það er í raun undirstaða jafnvægis. Það að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl er eins langt frá hugtakinu “átak” og hægt er. Það er líka svo margt í boði þarna úti og fannst okkur tilvalið að taka það saman eins og hægt er, á einn stað og fá fólk og fyrritæki til að kynna sér það sem í boði er.
Við viljum höfða sérstaklega til þeirra sem nú þegar tengja sig á einn eða annan hátt við heilbrigðan lífsstíl og einnig til þeirra sem vilja tileinka sér hann en hafa ekki endilega náð tökum á því. Fyrst og fremst eru allir velkomnir sem hafa áhuga á því að kynna sér þessa áhugaverðu sýningu. Svo ekki sé minnst á afar áhugaverða fyrirlestraröð þar sem ýmsir fyrirlesarar koma fram sem munu varpa kastljósinu að forvörnum og heilsusamlegum lifnaðarháttum og nýsköpun á þessum vettvangi.
Alveg svakalega góðar. Íslensk fyrirtæki virðast hafa verið að bíða eftir sýningu sem þessari lengi og voru því fjölmörg þeirra spennt fyrir þátttöku. Einnig teljum við okkur hafa unnið grunnvinnuna vel, en við tengdum okkur strax við lykilaðila í geiranum áður en farið var af stað og við fengið mjög jákvæð viðbrögð út frá því. Einnig er almenningur mjög forvitin og höfum við fengið mikið af spurningum héðan og þaðan. Fólk er duglegt við að láta okkur vita hversu spennt það er fyrir komandi helgi sem gerir þetta allt mjög spennandi.
Það eru um 40 þátttökufyrirtæki sem verða með okkur á sýningunni og tengjast þau heilsusamlegum lífsstíl öll á einn eða annan hátt. Heilsan er ekki bara það að reima á sig hlaupaskóna eða drekka búst. Heldur eru ótal margir þættir sem koma að heilbrigði og hollustu.
Við munum sjá glæsileg fyrirtæki kynna vörur sínar og þjónustu, lausnir fyrir viðskiptavini sem velja að fara heilsusamlegu leiðina í lífinu og einnig verður hægt að fá að smakka á ýmsu góðgæti. Einnig grunar mig að íþróttaálfurinn muni láta sjá sig og svo verða góð tilboð á frábærum vörum og jafnvel verður hægt að vinna til einhverra vinninga, svo eitthvað sé nefnt. Frítt er inn á sýninguna, en þannig viljum við fá sem flest til að mæta.
Það verður fyrirlestaröð bæði laugardag og sunnudag í boði Félags lýðheilsufræðinga, eða samtals 12 fyrirlestrar með jafnmörgum fyrirlesurum. Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir fagstjórinn okkar hefur séð um að halda utan um þá og sinnt því afar vel enda hefur hún gríðarlega reynslu úr heilsugeiranum, mikill styrkur að fá slíka manneskju til liðs við hópinn. Á laugardeginum mun Tolli loka deginum með hugleiðslu og Gyða Dís jógakennari lokar deginum á sunnudag. Þannig að þetta verður mjög áhugavert og fjölbreytt. Við hvetjum áhugasama að kynna sér dagskránna betur á heimasíðu okkar: www.heilsaoglifsstill.is
Ég er auðvitað spenntust fyrir því að sjá hvernig tiltekst og upplifun gestanna. Vonandi verða allir mjög glaðir þegar þeir fara heim.
Falleg hönnun og fallegir hlutir. Öll verkefni tengd starfi mínu, líkamsrækt, sjálfsrækt, allt lífrænt, náttúrulegt, heilsusamlegt og hamingjuríkt !
Yoga, hlaup og metabolic.
Avocado, egg & lífrænt hnetusmjör.
Mér finnst bara allur góður matur góður. Þetta er erfið spurning. Uppáhalds matsölustaðurinn minn er eldhúsið heima eftir að ég varð áskrifandi að Eldumrétt.is sem er mesta snilld lífs míns.
„Ég fremur en þú“ er bók sem ég er að lesa núna. Ég elska að lesa og vildi að ég gerði mun meira af því. En besta bókin – ég verð að svara þessari spurningu seinna !
Það sem gerir mig mjög hamingjusama er góður kaffibolli, þannig að ég tríta mig með því á hverjum degi. Annars elska ég að fara í spa og drekka kampavín með góðum vinkonum. Svo á ég líka þennan fína mann, sem ég væri alveg til í stinga oftar af með ein. Við tvö eitthvert, borða góðan mat og hafa það huggulegt.
Þú getur þetta alveg eins og allir hinir !
Þá sé ég mig bara eins og ég er í dag nema aðeins betri og fróðari útgáfu þar sem „maður“ á jú alltaf að vera að vaxa og bæta sjálfan sig. Ná markmiðum sínum og búa til ný.