Vilborg Arna Gissurardóttir
Ég er fædd og uppalin að mestu leyti í Reykjavík en hef komið víða við á landsbyggðinni við nám og störf. Mínar taugar liggja að miklu leyti til Vestfjarðanna og þar á ég lítið athvarf á Rauðasandi sem ég fer reglulega í til að núllstilla mig.
Í dag starfa ég sem fyrirlesari og kem víða við í verkefnum sem tengjast útivist og ferðamennsku. Auk þess er ég að gefa út útilífsbók fyrir fjölskyldur með Pálínu Ósk Hraundal og stýri Ferðafélagi unga fólksins ásamt kærastanum mínum, Tomaszi Þór.
Á haustmánuðum kem ég svo til með að setjast á skólabekk í HR og læra markþjálfun en fyrir er ég með B.A. gráðu í Ferðamálafræði og MBA gráðu frá HÍ.
Ég hef óbilandi áhuga á öllu sem tengist heilbrigðum lífsstíl hvort sem það eru æfingar, mataræði eða sjálfsrækt. Ég ferðast mikið um fallega landið okkar fótgangandi, á hjóli eða á jeppanum. Ég elska að skoða nýja staði og auðvitað eru ferðalög erlendis til framandi staða mjög ofarlega á listanum.
Ég kom víða við í íþróttum sem barn og unglingur en blak var sú íþrótt sem ég stundaði lengst og vann m.a. sem þjálfari í yngri flokkum bæði hér heima og í Uppsala í Svíþjóð. Ég fór einnig á íþróttabraut í menntaskóla og hef búið vel að þeirri menntun.
Mér hafa alltaf þótt framandi staðir spennandi og haft gaman að áskorunum sem fela í sér líkamlegt erfiði. Suðurpólsleiðangur sameinar alla þessa þætti og um leið og ég las fyrstu bókina um slíkan leiðangur að þá vissi ég að þetta væri eitthvað fyrir mig. Það liðu síðan 10 ár þar til ég stóð sjálf á Pólnum og því var þetta langur vegur en algjörlega þess virði.
Everst leiðangrarnir hafa tekið á þar sem í bæði skiptin varð ég vitni að miklum náttúruhörmungum og það er auðvitað alltaf erfitt.
Ég myndi segja að leiðangurinn minn á Cho Oyu sem er sjötta hæsta fjall heims sé einn sá erfiðasti sem ég hef klárað. Fjallið er 8201 m á hæð og það var klifið án allrar utanaðkomandi aðstoðar og án auka súrefnis. Þá var ég einnig ein þar sem félagi minn varð frá að hverfa vegna hæðaveiki. Þetta var líkamlega gríðarlega erfitt og auðvitað líka andlega að halda út í svona langan tíma.
Að klára markþjálfanámið og svo kem ég til með að skreppa í styttri leiðangra í vetur í Himalaya.
Ég fæ oft fyrirspurnir um allskonar hluti sem tengjast útivist og undirbúningi, ég hef líka verið að halda útivistarnámskeið og fannst alveg tilvalið að nýta síðuna mína sem vettvang til þess að koma þessu á framfæri. Ég hef óbilandi áhuga og fylgist vel með því sem er að gerast fyrir utan landssteinana.
Ég hef unnið innan ferðaþjónustugeirans meira og minna síðan ég var 15 ára og komið við á flestum vígstöðvum og er alltaf með annan fótinn þar en nú til dags kem ég meira að sem ráðgjafi og svo leiðsegi ég einstaka ferðir.
Kaffirjóma, heimatilbúið orkustykki og sýrðan rjóma.
Þegar ég ætla að gera vel við mig að þá er ég afskaplega hrifin af Steikhúsinu.
Ég er að glugga í ýmsar upplýsingar sem tengjast bæði þjálfun og næringu. Ég get ekki nefnt hvaða bók er best en bæði Bridget Jones og Harry Potter hafa stytt mér stundir í hinum ýmsu aðstæðum.
Ég elska að fara í nudd og spa og verða þá Laugar oftast fyrir valinu.
Ég leita mikið í gildin mín sem eru mitt leiðarljós en þau eru jákvæðni, áræðni og hugrekki.
Fimm árum þroskaðri og lífsreyndari og búin að ferðast um nokkur ný lönd.